Áramót - 01.03.1907, Side 133
i37
slcap sáluhj álparinnar. Og sannarlega þurfum vér ekki
síör á þeim að halda til samvinnunnar aS útbreiSslu og
efling guSs ríkis en þeir á oss. Enda eru þar mér vitan-
lega ekki all-fáir íslendingar, sem þrá þaS af hjarta, aS
kirkjulegt samband komist sem fyrst á milli vor og þeirra.
Annars leggr heimatrúboSs-nefndin, sem sett var á síS-
asta kirkjuþ., væntanlega þær tiilögur þessu máli viSvíkj-
andi, sem henni hafa hugsazt, fyrir þetta þing um leiS og
hún gjörir enn þá nákvæmari grein en eg hefi gjört fyrir
framkvæmdunum á árinu. RáSstafanirnar fyrir starfsenu
þeirri, er hér er um aS rœSa, hafa aS lang-mestu leyti
liiS liðna ár veriS af hennar völdum, og hafa aS eins lítiS
eitt komiS til minna kasta. AS sjálfsögSu á hún þakkir
skiliS fyrir góSa ráSsmennsku og hver einstakr, sem verk-
lega hefir tekið þátt i heima-trúboSsstarfinu.
En aS því er snertir fyrirkomulag þeirrar nefndar-
kosningar, sem í fyrra var samþykkt á þingi, þá skilst mér,
aS þaS sé ekki samkvæmt grundvallarlögum kirkjufélags-
ins eins og þau eru nú og hafa hingað til veriS. Eg skil
lög vor svo, aS engan embættismann eSa starfsmann fé-
lagsins eigi aS kjósa til lengri tíma en eins árs. f þeim
efnum hefir eitt kirkjuþing enga heimild til þess aS binda
annaS. En þaS gjörSi þingiö í fyrra, eflaust í ógáti, er
er þaS kvað svo á, aS einn af heimatrúboSs-nefndar-
mönnurn skyldi kosinn til þriggja ára, annar til tveggja,
og einn—aö eins einn—til e'ns árs. Ef þessi skilningr
minn er réttr, þá ætti þingiS nú aS kippa þessu í lag.
Eitt er víst, aS nefndir milli þinga hafa aldrei áSr veriS
lcosnar á þennan hátt, og fæ eg ekki séS, aS neina sér-
staka nauSsyn beri til þess aS haga svona einstaklega
kosning starfsnefndarinnar i þessu máli.