Áramót - 01.03.1907, Page 134
138
Af skýrslu féhirðis, sem bráSum verðr lögð fram hér
á þinginu, má sá, hvern skerf einstakir söfnuðir kirkju-
félagsins hafa innt af hendi heimatrúboðinu til stuönings.
Jafnaðarlega er þar ekki um neinn örlætis-skort að kvarta.
En vert væri fyrir kirkjuþ'ing þetta að brýna það enn fyr-
ir söfnuöunum, að þeir, eins og áðr hefir verið til ætlazt,
gjöri sér það allir að fastri reglu að hafa hjá sér einhver
fjársamskot í þessu skyni samfara minning hinnar lútersku
reformazíónar á hverju hausti.
Næst heima-trúboðsmálinu er málið um væntanlega
hluttöku kirkjufélags vors í kristinni missíón meðal heið-
ingja einna efst á dagskrá hjá oss. Og all-rœkilega hefir
því máli verið haldið í horfinu vor á meðal árið sem leið.
Sérstaklega hefir meira verið ritað um það i „Sameining-
unni“, málgagni kirkjufélagsins, síðan í fyrra en nokkurn
tíma áðr. Og því samfara all-miklar umrœður um trú-
boðsstarfsemi meðal heiðingja á bandalagsfundum og við
önnur tœkifœri; líka væntanlega eins og til var ætlazt á
síðasta kirkjuþingi, um það efni prédikað af prestunum
einhvern drottinsdag á langaföstu. Þá skyldi og höfð
fjársamskot—eða offr—í heiðingja-missíónarsjóð kirkju-
félagsins. Og minnti nefndin, sem heiðingja-trúboðsmál-
ið hefir haft með höndum á árinu, alla söfnuðina á þá
ráðleggingar-samþykkt síðasta kirkjuþings, með bréfi, er
hún sendi út í vetr sem leið. Frekar skýrir nefndin sjálf
frá árangrinum, svo og féhirðir í ársskýrslu sinni.
Skóiatnál kirkjufélagsins mætti nefna „stóra málið“,
enda hefir það að undanförnu reynzt oss erviðara viðr-
eignar en öll kirkjulegu félagsmálin vor hin saman lögð.
Síðan í fyrra hefir það verið í höndum ekki færri en fjög-
urra standandi nefnda. Fyrst er það fjárhaldsnefnd,