Áramót - 01.03.1907, Page 138
142
á íslenzku þaS, sem þarf myndunum til skýringar, og ánn-
að til hjálpar viö sunnudagsskóla-námiö. Nýlega -,hefir
nefndin mælzt til fjártillags nokkurs úr kirkjufélagssjóÖi
til afborgunar áföllnum kostnaöi viö fyrirtœki þetta. Þaö
er aö svo komnu óvíst, hvort eöa aö hve miklu leyti fyrir-
tœkiö ber s'g fjárhagslega. Mér fannst réttast að láta
þessi tilmæli nefndarinnar bíöa svars kirkjuþings, og hef-
ir því ekkert enn verið borgaö úr sjóöi kirkjufélagsins í
þessu skyni. — Helzta fyrirtœki þeirrar nefndar annaö er
þaö, aö hún gekkst fyrir almennu fundarhaldi út af sunnu-
dagsskólamálinu í Fyrstu lútersku kirkju í Winnipeg 12.
Febrúar. Og komu á þeim fundi fram tveir fyrirmynd-
ar-kennendr og háldu á ensku mjög lærdómsríka fyrirlestra
um sunnudagsskólamál, sem vafalaust hefir orðið þeim
öllum, er við voru staddir, til verulegs andlegs gróöa.
Sunnudagsskólar vorir allir undantekningarlaust eiga vissu-
lega ákaflega langt í land til aö verða málefni kristindóms-
ins aö þvi liði, sem þeir aö vilja drottins þurfa aö veröa
og með hans hjálp geta orðið. Kirkjuþingið má meö engu
móti hafa sunnudagsskólamálið út undan eöa láta þaö verða
eitt af nrnni háttar málum sínum.
Kirkjuvígslur hafa engar fram farið hjá oss á árinu.
Þær fimm kirkjur, sem um var getið í ársskýrslu forseta
í fyrra aö væri óvígðar, eru óvígöar enn. Þetta skiftir
ekki miklu máli. Tvær þeirra munu og ekki fullgjörar
enn. En auk þeirra eru aðrar tvær kirkjur í Nýja Is-
landi í smíðum (á Gimli og í Brœðrasöfnuði viö íslend-
ingafljótý. í Markerville í Alberta er ný kirkja komin upp
tillieyrandi íslenzka söfnuðinum þar. I Baldr, smábœnum
sunnan við Argyle-byggðina íslenzku í Man., er undirbún-
ingr gjörr til nýrrar kirkju af safnaðarfólkinu lúterska