Áramót - 01.03.1907, Page 141
145
seinni t/ð. í „Sameiningunni" hefir og, einkum á síöasta
ári, verið leitazt viö að vekja áhuga kirkjulýðs vors fyrir
því máli. Djáknaembættið er nú víðast hvar í söfnuöuin
félagsins hætt að vera dauðr bókstafr. Og í einuni söfnuði,
Fyrsta lúterska söfnuði hér i bœnum, urðu menn fyrir því
happi nú fyrir rúmu ári að fá til sín systur Jóhönnu Hall-
grímsson frá hinu lúterska móðurhúsi í Milwaukee, þar sem
henni haföi veitzt sérstakr og ágætr undirbúningr til þess-
konar kærleiksþjónustu. Var þessa með örfám oröuni
getið í ársskýrslu forseta í fyrra, þótt ekki væri þaö bein-
línis kirkjufélagsmál. Skal því nú að eins við bœtt, að
fyrir dvöl hennar hér og samvizkusama vinnu aö verki
köllunar sinnar, sem engan veginn eingöngu hefir náð til
safnaðarfólksins, skilja vist margir enn betr en áör, hve
ómissanda djáknastarfiö er kristilegu félagslifi. En því
miðr neyðist hún nú til að hætta hinu góða starfi sínu vor á
meðal og liverfa héðan burt úr bœnum sökum biiaörar
heilsu.
Annar vottr þess, að meira er nú vor á meðal liugsað
uni hina kristilegu líknarskyldu en áðr, er spor þaö, scnr
kvenfélag sama safnaðar hefir fyrir skemmstu stigið til
þess að korna hér upp hæli fyrir bágstödd og ósjálfbjarga
gamalmenni, sem enga nákomna eiga að til að veita þeint
forsjá. Þetta er blessað fyrirtœki og sannkölluð lifsnauö-
syn. Algjörlega ótilkvaddir hafa og tveir af prestum
kirkjufélagsins orðið til þess að leggja því opinberlega af-
dráttarlaust liðsyrði. Vill þá ekki líka kirkjuþing þctta
að cinhverju leyti hlynna að því máli og gefa kvenfélaginu
sín beztu ráð því viðvíkjandi? Þótt svo sé að orði kveðið
af konunum, sent skýrðu alntenningi frá byrjan fyrirtœkis
} essa í „Sam.“, að svo sé til ætlazt, að stofnan sú, ef hún