Áramót - 01.03.1907, Síða 142
kemst á fót, verði undir umsjón kvenfélagsins, þá er ráS-
stöfun sú að eins til bráöaiiirgöa. Ef hyggilegra sýnist, aö
líknarstofnan þessi komist undir stjórn kirkjufélagsins, þá
er kvenfélaginu þaö fullt eins kært og fyrirkomulag þaö,
sem haft hefir verið allra fyrst í byrjan.
f vetr, sem leið, var íslendingafélag hér i Winnipeg,
eða Framfarafélag íslendinga eins og það eitt sinn hét,
formlega leyst upp, og varð það að smþykkt þá meöal hlut-
hafa, að af sjóði þess skyldi 100 doll. gefnir Good Tem-
p'ar-félögunum íslenzku í þessum bœ, en afgangrinn á sama
hátt ánafnaðr skólasjóði hins íslenzka og lúterska kirkju-
félags. Þessi gjöf í skólasjóð var að upphæð $499.55, og
var fé það á sínum tima afhent hlutaðeigandi skólanefnd.
b>á gaf og hr. Indriði Reinholt í Red Deer í Alberta skóla-
sjóði 100 dollara. Af öðrum gjöfum á árinu til guðsþakka,
er beinlínis koma kirkjufélaginu við, vil eg að eins nefna þá
50 dollara, sem í heiðingja-missíónarsjóð vorn komu i vetr
frá hr. Jóni Benjamínssyni í byggð Vestrheimssafnaðar út
frá Minneota. Fyrir allt þetta er sérstaklega vert að
þakka.
Þá er og að minnast hluttöku fólks meðal Vestr-ís-
lendinga bæði innan og utan kirkjufélagsins í fjársamskot-
tim t:l hins fyrirhugaða kristilega missíónarhúss í Reykja-
vík, sem út af áskorun nokkurra áhugamikilla brœðra vorra
•og systra þar í höfuðstað Islands voru hafin hér talsvert
löngu á undan kirkjuþingi síSasta árs. Þeirra er ástœða
til aS minnast sérstaklega, þótt ekki hafi fyrir fyrirtœki
því verið gengizt í nafni kirkjufélagsins eða undir stjórn
þess; fyrst fyrir þá sök, að þar hefir býsna skýrt opinber-
azt skilningr íslenzkra kristindómsvina hér á því, aS það,
sem hinni kæru ættjörð vorri íslandi ríðr nú meir á en