Áramót - 01.03.1907, Page 154
158
Séra Fr. Hallgrímsson lagði til, að frestað sé til óákveö-
ins tíma aö lesa upp fundarreglurnar, sem nú átti að lesa
samkvæmt dagskránni, og var sú tillaga samþykt.
Skrifari las þá upp bréf frá Good Tefflplar-stúkunni
Heklu í Winnipeg, þess efnis, aö haldinn veröi hjá stúkunni
umræöufundur næsta kveld, og var kirkjuþingsmönnum
boðið að vera þar viöstaddir. Séra Björn B. Jónsson lagði
til, aö kosin sé 3 manna nefnd til þess að sækja þann fund
fyrir kikjuþingsins hönd. Samþykt. Voru svo til þess
kosnir þeir séra Fr. Hallgrímsson, Chr. Johnson og B.
W alterson.
Var svo fundi slitið kl.
ÞRIQJI FUNDUR—kl. 8 e.h. sama dag.
Allir á fundi nema Klemens Jónasson og Björn Benson,
sem ókomnir voru á þingið, og þeir: Tr. Anderson,
Björgvin Einarsson, O. Dalmann, A. Goodmann, M. Paul-
son, dr. Brandson, Jón J. Bíldfell, J. Gottskálksson, J. A.
Blöndal, L. Jörundsson, Jón Pétursson, A.Oliver, Chr.John-
son, Fr. Friöriksson, R. Fjeldsteð, E. H. Bergmann og Sig-
urður Sigurðsson.
Sungin voru í fundarbyrjun nokkur vers af sálminum
nr. 102.
Þá flutti séra Rúnólfur Marteinsson fyrlrlestur, er
hann nefndi:
KRISTINDÓMURINN OG skynsemin.
Að fyrirlestrinum loknum þökkuðu fundarmenn fyrir-
lesaranum með því að standa á fætur, eftir tillögu séra K.
K. Ólafssonar. Voru svo sungin tvö vers af sálminum nr.