Áramót - 01.03.1907, Síða 160
IÓ4
kosning þeirra fara fram skriflega, sé fleiri en einn í kjöri,
og þarf meiri hluta greiddra atkvæða til þess aS hún sé gild.
En sé aS eins einn í kjöri til einhvers embættis, skal forseti
lýsa hann kosinn í einu hljóöi, án atkvæöagreiöslu. — Sé
atkvæöi greidd skriflega, en enginn hljóti nægan atkvæöa-
fjölda, skulu atkvæöi greidd aftur um alla þá, sem í kjöri
eru, nema þann, er fæst atkvæöi hlaut; og skal, ef á þarf aö
halda, atkvæöageiöslunni haldið áfram á þann hátt, þang-
aö til einhver hefir hlotið meiri hluta atkvæöa.
VII. grein.
Forseti skal sjá um, að guðsþjónusta meö altarisgöngu
fari fram í byrjun kirkjuþings; enn fremur, að haldnir sé
aö minsta kosti tveir fyrirlestrar um kirkjuleg eða guö-
fræöileg mál á hverju kirkjuþingi; enn freniur skal hann
ákveöa umræðuefni fyrir trúmálafund, er haldinn skal í
sambandi viö hvert kirkjuþing, og yfir höfuð aö tala undir-
búa dagskrá kirkjuþingsins eins vel og honum er unt.
VIII. grein.
Þeir, sem sæti eiga á kirkjuþingi, skulu sitja á öllurn
fundum þess, og mega ekki láta sig vanta án leyfis forseta,
nema g ld forföll sé; forseti sker úr því, hvort afsakanir sé
gildar eöa ekki.
IX. grein.
Milliþinga-nefndir skulu, þegar þeir.ra þykir þörf,
kosnar í þinglok, og skal kosning þeirra fara fram eftir
sömu reglum og kosning embættismanna, sbr. VI. grein. —
—Skulu þær nefndir leggja fram skriflega skýrslu um starf
sitt í byrjun næsta kirkjuþings á eftir.
X. grein.
Kirkjuþing skal haldið i Júnímánuöi ár hvert. í þing-
lok skal ákveðiö, hvar næsta kirkjuþing skuli haldiö.