Áramót - 01.03.1907, Page 169
i73
houum í viðunanlegu ástandi, þurfi það að eiga $100,000
til að leggja í fyrirtækið.
Til þess nú að gjöra ítarlega tilraun til þess að koma
fyrirtæki þessu í framkvæmd, ráðleggjum vér kirkjufélag-
inu til að leitast við að safna þessari fjárupphæð á næst-
komandi ári, á þann hátt, að ráða mann, er algjörlega
gefi sig við fjársöfnuninni, og borgi kirkjufélagið honum
laun hans og ferðakostnað úr núverandi skólasjóði. Einn-
ig ráðum vér til þess, að á næsta ári verði kennurum þeim,
cr kennaraembættunum gegna við Wesley College og Gust-
vaus Adolphus College, borguð laun sín úr skó'.asjóði
kirkjufélagsins, verði þeim embættum haldið áfram, svo
ekki verði nerna um eina fjársöfnun að ræða að því cr
skó'amálið snertir næsta ár,
Með þessari tilraun er ætlast til, að skólamál kirkju-
félagsins, sem svo lengi hefir verið á dagskrá og stundum
verið ásteytingarsteinn, verði til lykta leitt, annaðhvort á
þatin hátt, að kirkjufélagið eignist skóla, er verði fólki
voru að ti'ætluðum notum, eða þá að horfið verði algjör-
lega frá skólahugmynd þeirri, er vakað hefir fyrir kirkju-
félaginu frá upphafi vega.
Winnipeg, Man. 19. Júní 1907.
B. J. Brandson, Björn B. Jónsson, Jón J. Vopni.
Samþykt var að veita skýrslunni móttöku og fresta
niálinu til óákveðins tíma.
Þá bar Jónas Samsonson fram þakkarorð til kirkjufé-
lagsins frá Kristnes-söfnuði fyrir það, er félagið hefir fyrir
þann söfnuð gjört.
Þá skýrði séra B. B. Jónsson frá því að á fundinn
væri kominn fraternal delegate frá General Council, Rev.
P. Peterson frá St. Paul, og lagði til, að tekið væri á nióti
honurn; var það samþykt.
Þá lagði B. Marteinsson fram fyrir hönd lcjörbréfa-