Áramót - 01.03.1907, Blaðsíða 177
i8i
maður einhversstaðar iit í hetðingja-heiminn til aS reka
trúboð þar á kostnað kirkjufélagsins, ef það verður ekki
áður búið. En þá þyrfti að fara að útvega slíkan mann nú
þegar, svo að hann geti farið að undirbúa sig með það í
huga. Mjög ætti það vel við, að koma þá upp einhverri
líknarstofnun heima fyrir, ef unt væri.
4. Að gjöra frekari ráðstafanir fyrir afmælishátíð
þessari, auk þeirra, er gjörðar voru síðastliðið ár, álítur
nefndin óþarft svo löngu fyrir fram.
Winnipeg 21. Júní 1907.
F. J. Bergmann, H. B. Thorgrimsen, E. Thorwaldson.
Eftir allmiklar umræður var nefndarálitið samþykt.
Þá las dr. B. J. Brandson upp svo hljóðandi álit þing-
nefndarinnar í málinu um fastan þingstað:
1. Nefnd sú, sem sett var til að íhuga málið um fastan
þingstað, ræður þinginu til að samþykkja tillögur standandi
nefndar frá síðasta kirkjuþingi, þar sem sú nefnd ræður
til að enginn fastur þingstaður sé ákveðinn, og í öðru lagi
er þvi mótfallin, að ferðakostnaður kirkjuþingsfulltrúa
borgist úr kirkjufélags sjóði.
2. Nefnd'n finnur til þess, að nauðsynlegt væri að
létta byrði þá, sem hvílir á fjarlægum söfnuðum í sambandi
við að senda erindsreka á þing. Til þess að bæta að
nolckru leyti úr þessu mælir nefndin með því, að allir
prestar, embættismenn og erindsrekar á hverju kirkjuþingi
leggi fram fimm dollara hver, og verði þeim peningum
varið til þess ad borga hlutfallslega ferðakostnað allra
þeirra, sem sæti eiga á þingi. Þótt sú upphæð, sem þann-
ig fengist, yrði ónóg til að borga allan ferðakostnað, þá
ætti þetta að vera spor í rétta átt, svo framarlega sem
kirkjuþingið finnur þörf á því, að létta á þeim kostnaði,
sem í þessu sambandi hvílir á fjarliggjandi söfnuðum
vorum.
Á kirkjuþingi í Winnipeg 21. Júní 1907.
B. J. Brandson, J. Samsonson, Sv. Brynjólfsson.