Áramót - 01.03.1907, Blaðsíða 180
184
Þessa vantaöi á fundinn: dr. B. J. Brandson, H. S.
Bardal, Jóhann Bjarnason, H. Leó, G. Guttormsson, R.
Fjeldsteð og Albert Jónsson.
Fundarbók frá 3 síðustu fundum lesin og samþykt.
Skrifari tilkynti, að nú væri komið bréf til kirkju-
þingsins frá sára Oddi V. Gislasyni, og var bréfið þing-
mönnum.
Geo. Peterson skýrði frá því, að nefndin, sem hefir
með höndum málið um löggdding kirkjufélagsins, óskaði
eftir frekari upplýsingum um það, x hverju starf hennar
ætti að vera fólgið. — Eftir að það mál hafði verið rætt
nokkra stund, lagði séra B. B. Jónsson til, að nefndinni
skyldi falið að halda áfram starfi sínu til næsta þings.
J. J. Vopni gjörði þá breytingartillögu, að séra F. J.
Bergmann og séra B. B. Jónssyni sé bætt við í nefndina.
Var sú breytingartillaga samþykt, og aðal-tillagan, með á-
orðinni bi'eytingu, sömule'ðis samþykt.
Séra Fr. Hallgrímsson lagði fram skýrslu frá nefnd-
inni, sem annast hefir íslenzku-kensluembættið við Wesley
CoIIege, með fylgiskjölum, svo hljóðandi:
Vér undirritaðir, sem kosnir vorum á síðasta kirkju-
þingi til þess að annast um íslenzka kennaraembættið við
Wesley College, leyfum oss að gefa þessa skýrslu um starf
vort á liðna árinu:
Á fyrsta fundi vorum skiftum vér þannig með oss
verkurn, að séra Fr. Hallgrímsson varð formaður nefndar-
innar, séra N. S. Thorláksson skrifari, og hr. Albert Jóns-
son féhirðir. í fjárhaldsnefnd skólasjóðsins kusum vér hr.
Árna Eggertsson.
Kenslunni í islenzkum fræðum við Wesley College hef-
ir verið haldið áfram með líkum hætti og að undanförnu,