Áramót - 01.03.1907, Blaðsíða 181
i85
samkvæmt því samþykt var á síöasta kirkjuþingi, og hefir
kennari veriö hinn sami og áöur, séra Friörik J. Bergmann.
Viljum vér, aö því er snertir alt fyrirkomulag kenslunnar
og árangurinn af henni, vísa til hinnar ítarlegu skýrslu
hans, sem fylgir hér með. Virðist samkvæmt þeirri skýrslu
áhugi íslenzkra námsmanna á því að kynnast tungu og bók-
mentum þjóöar vorrar fara vaxandi, og er þaö gleðilegt
tálcn tímanna, og aö vorri hyggju hinn bezti og traustasti
grundvöllur til þess að byggja á framtíðarhag skólamála
vorra.
Það er efnilegur og álit'egur hópur, íslenzku nemend-
urnir, sem nám stunduðu við Wesley College á síðastliðnu
skólaári, og gefur sá áhugi og dugnaður, sem það fólk hef-
ir sýnt við námið og hin glæsilega framkoma þess við ný-
afstaðin próf oss ástæðu til þess að vona, að það verði þjóð
sinni hér vestan hafs til rnikils gagns og sóma á ókomnum
tíma. Allir piltarnir íslenzku, sem útskrifuðust af skólan-
um í þetta sinn, hafa nú tekist á hendur trúboðsstarf fyrir
kirkjufélag vort um yfirstandandi sumar, og er það eitt út
af fyrir sig ómetanlegt fagnaðarefni fyrir kirkjufélagið, að
þvi eru á þann hátt farnir að aukast starfskraftar, fyrir það,
sem það hefir í þarfir skólamálsins unnið; og um leið er
það fagur vottur um þann anda, sem ríkir í hópi nemend-
anna. Sá góði og heilbrigði félagsandi kom lika ljóslega
fram í samsæti, er vér nefndarmenn ásamt kennaranum
héldum þessum nemendum á síðastliðnum vetri; ræðurnar,
sem haldnar voru þar af þeirra hálfu, báru ótvíræðan vott
ttm löngun þeirra til þess að mannast sem bezt og láta gott
af sér leiða í lífinu.
Vér höfum látið oss ant um það, að fylgjast sem bezt
meö því, sem verið var að vinna í skólanum, og hefir kenn-
arinn nokkrum sinnum komið á fundi vora til þess að láta
oss í té upplýsingar um hagi og ástundun nemendanna.
Oss kom þegar á fyrsta fundi vorum saman um það,
að það væri kennaranum ofætlun, og lika óheppilegt að
öðru leyti, að hann hefði einn á hendi fjársöfnun í þarfir