Áramót - 01.03.1907, Síða 185
mentun, og er ætlast til, aö nemendur geti gjört grein fyrir
pví tímabili bókmenta vorra, sem Sýnisbókin nær yfir.
í neðsta bekk College-deildarinnar (First year) voru
sex íslenzkir nemendur, þrír piltar og þrjár stúlkur, og eru
nöfn þeirra þessi:
1. Salóme Halldórsson,
2. Steinunn Stefánsson,
3. Þórstína Jackson,
4. Baldur Ólson,
5. Skúli Johnson,
6. Stefán Bjarnason.
Þau Steinunn Stefánsson, Þórstína Jackson og Baldur
Ólson lásu íslenzku. Salóme Halldórsson, sem hefir gjört
þa'ö tvö ár undanfarin, myndi hafa gjört það enn, ef hún
heföi séö sér fært að bæta henni viö annað nám sitt. En
þar sem hún kom ekki til skólans fyrr en eftir nýár, var
henni það ekki unt, en býst við að lesa íslenzku aftur næsta
ár. Skúli Johnson og Stefán Bjarnason lásu ekki íslenzku
og þóttust ekki mega bæta henni við annaö; hinn síðar-
nefndi tók samt dálitinn þátt i náminu um tíma. Kenslan
fór fram 3 stundir í viku, en skifta varð bekknum í tvent.
Þórstina Jackson gat ekki lesið islenzku á sama tíma og
þau Steinunn og Baldur, vegna annarrar kenslu, sem kom
þar í bága, svo kenna varð henni einni aöra þrjá tíma.
Lesin var Laxdæ'a og Eyrbvggja og til þess varið öllum
tímum, en málfræðin rifjuð upp einlægt öðrum þræði.
Ritgjörðir voru samdar einlægt að öðru hvoru, annað hvort
út af efni bókanna eöa um önnur ákveðin efni. Steinunn
Stefánsson var sérlega vel aö sér í málinu og leysti próf
ágætlega af hend', en af því hún stóðst ekki prófið upp úr
bekknum i heild sinni, gat það ekki komið til greina. Bald-
ur Ólson hlaut verðlaunin í íslenzku, sem gefin eru í þess-
um bekk, að upphæð 20 doll. Þórstína Jackson má heita
fremur vel að sér í málinu og hefir lesið miklu meira af
íslenzkum bókum en alment gjörist.