Áramót - 01.03.1907, Síða 187
skólaneíndina hefi eg komist að þeirri niöurstöðu, aö Maríu
Kelly skyldi hlotnast verðlaun þessi. Samt hefir oss kom-
ið saman um, að tvær bækurnar, íslenzkt þjóðerni og Haf-
blik, væru gefnar Steinunni Stefánsson til viðurkenningar
fyrir ágætt próf í íslenzku, þó engin opinber tilkynning gæti
um það komið.
í tveimur efstu bekkjum College-deildarinnar er is-
lenzka ekki kend, eins og kunnugt er, og tóku því þeir, sem
þar voru, engan þátt í náminu. Voru það alls sex, tveir í
þriðja bekk (Third year) og fjórir í fjórða bekk (Fourth
year). í þriðja bekknum voru þau Haraldur Sigmar og
Fríða Harold, en í fjórða bekk Estella Thompson, Árni
Stephanson, Guttormur Guttormsson og Hjörtur J. Leó,
sem öll útskrifuðust með sóma, piltarnir allir með heiðurs-
pening háskólans úr silfri. Þeir starfa nú allir að trúboðs-
málum fyrir kirkjufélagið í sumar.
Heilbrigði var hin bezta í skólanum þetta ár, enda héldu
nemendur sig vel zð námi, og kæmi það fyrir, að einhvern
vantaði í tíma, var vanalega fullnægjandi grein gjör fyrir
þeirri fjarveru næsta skifti. Sjálfur gat eg ekki kent eina
viku sökum vanheilsu. Eins og framan rituð skýrsla ber
með sér, var íslenzka stöðugt kend 15 stundir í viku, og um
tíma 16, af því aukatíma þurfti að gefa. Eg gaf kost á að
kenna, hve nær sem nemendum væri hentugast og gjöra það
eins fyrir því, þó ekki væri nema einn í tíma, hve nær sem
tímataflan var einhverjum þröskuldur í vegi að taka þátt í
kenslu í íslenzku. Það hefi eg gjört öll árin, sem eg hefi
við skólann verið, og betur er naumast hægt að gjöra.
Þetta ár tóku 18 þátt i kenslunni, 6 voru í bekkjum þar sem
íslenzka var ekki kend og fjórir þeirra tekið þátt í henni á
undanförnum árum, en 6 gjörðu það ekki af því það kom í
bága við annað nám þeirra og þeir treystu sér ekki til að
bæta henni við.
Eins og yður er kunnugt skifti skólanefndin verkum
með sér að því, er til fjársöfnunar kom, og létti þannig
eigi lítið undir með kennaranum, enda er það svo erfitt,