Áramót - 01.03.1907, Page 198
202
I. deild: Lesin Egilssaga, i Wimmers málmyndalýs-
ingu, rit- og talæfingar.
II. deild: Lesnir fornsöguþættir, ritæfingar, og lög'ö
áherzla á hljóöfræði.
III. deild: Lesnir kaflar úr Sýnisbók Melsteös, í rit-
reglum Valdimars Ásmundssonar, og ritæfingar.
Kenslutíma fjöldi hinn sami sem árið 1905—6.
Miösvetrarprófi luku öll nema eitt.
Eftir nýár jókst nemenda tala um tvo. Voru nemendur
á svo mismunandi námsstigi, að eg varö að skifta þeim í
4 deildir:
I. deild, Carl J. Ólson og Anna K. Johnson. II. deild,
Jóhanna Högnason. III. deild, Kristbjörn Eymundsson og
Kristinn Ármann. IV. deild, Júlíus Guðmundsson og Ríma
Johnson.
I. deild: Lesin Egilssaga, í málmyndalýsingu Halldórs
Briem, rit- og talæfingar.
II. deild: Aðallega talæfingar og réttritun.
III. deild: Lesið í Sýnisbókinni, ritreglum Valdimars,
og ritæfingar.
IV. deild: Lesnar ritreglur Valdimars.
Kenslutima fjöldi jókst um tvo tíma á viku.
Anna K. Johnson, Kristbjörn Eymundsson, Kristinn
Ármann og Júlíus Guðmundsson urðu öll að fara burtu
nokkru áður en nárninu var lokið og gengu því ekki undir
próf.
Magnús Magnússon.
Samþykt var að veita skýrslunni móttöku.
Þá lagði Magnús Paulson frarn svo hljóðandi skýrslu
frá fjárhaldsnefnd skólasjóðs, meö fylgiskjali:
Fjárhaldsnefnd skólasjóðsins leyfir sér hér með að
leggja fram skýrslu yfir fjárhag sjóðsins í lok síðastliðins
árs ásamt yfirliti yfir tekjur og útgjöld frá þessa árs byrj-
ttn til Maímánaðar loka.
Eins og skýrslan sýnir hefir sjóðurinn aukist all-