Áramót - 01.03.1907, Page 204
208
1. ) Aö kirkjuþingiö votti þessum embættismönnum
þakklæti sitt fyrir starf þeirra á siöastliönu ári, og láti í
ljós ánægju sína yfir, hve vel þeir hafa leyst verk sitt af,
hendi.
2. ) Skýrsla skrifara ber það með sér, að á síðastliðnu
ári hafi tala þeirra manna innan kirkjufélags vors, er hafa
neytt altarissakramentis farið fremur fækkandi en fjölg-
andi. Þótt vér séum skrifaranum samdóma um það, að oss
sé mjög ábótavant í þessu efni, þá ætti það að takast til
greina, að þessu er mest ábótavant hjá þeim söfnuðum,
sem engrar fastrar prestþjónustu njóta, eins og vonlegt er.
Þetta stafar eflaust að nokkru leyti af þeim mísskilningi,
sem virðist ríkjandi hjá fólki voru, að einungis prestvígð-
um mönnurn beri að frambera altarissakramentið. Við
vildum brýna fyrir söfnuðum vorum, að það rýrir að engu
leyti gildi þessa sakramentis, þótt það sé framborið af ó-
prestvígðum mönnum, sem til þess hafa umboð frá kirkju-
félaginu.
3J Við leggum til, að tillögur féhirðis sé allar sam-
þyktar.
Á kirkjuþingi 25. Júlí 1907.
B. J. Brandson, J. A. Blöndal.
Fyrsti liður samþyktur.
Eftir nokkrar umræður um annan lið, var málinu
frestað. Fundi slitið.
ÁTTUNDI FUNDUR—kl. 2 e. h. sama dag.
Sungið var í fundarbyrjun 1. versið af sálminum nr.
293-
Allir á fundi nema E. H. Bergmann, J. Gestsson og
Albert Jónsson.
Þá ávarpaði Rev. P. Peterson þingið; flutti hann
þinginu kveðju frá General Council og rakti nokkuð sögu
þess kirkjufélags.