Áramót - 01.03.1907, Page 210
Forseti tilkynti, að beiðni um inntöku í kirkjufélagið
væri komin frá nýmynduðum söfnuði, er nefndist Edmon-
ton-söfnuður. Var samþykt að vísa þeirri beiðni til
kjörbréfanefndarinnar.
Þá lagði séra R. Marteinsson fram svo hljóðandi
skýrslu frá nefndinni, sem sett var til þess að benda á
mann til fjársöfnunar í þarfir skólamálsins:
Vér, sem falið var af þinginu að benda því á mann
til þess að hafa á hendi fjársöfnun á árinu til skólafyr-
irtækisins fyrirhugaða, leyfum oss að ráða þinginu til þess
að kjósa séra Björn B. Jónsson til þess starfa, og aö fela
fjárliagsnefnd kirkjufélagsins að semja við hann að öllu
leyti.
Á kirkjuþingi 24. Júní 1907.
R. Marteinsson, Geo. Peterson, N. S. Thorláksson.
Var tillaga nefndarinnar samþykt í einu hljóöi.—
I>á var tekið fyrir sunnudagsskólamáliö, og lagði séra
N. S. Thorláksson fram svo hljóðandi skýrslu frá milli-
þinganefndinni í því máli:
Síðari hluta ársins, sem leið, tókst okkur nefndar-
mönnum að komast að viðunanlegum samningum við út-
gáfustofnun General Council’s um kaup á spjöldum til
nýrra „Ljósgeisla“ með litmyndum. Til þess unt væri að
fyrirtæki þetta borgaði sig sáum við ekki fært, að kaupa
minna en 3000 eintök. Síðar komumst við að samningum
við hr. Ólaf S. Thorgeirsson um prentun. Ýmsra orsaka
vegna dróst samt útgáfa, svo hinir nýju „Ljósgeislar“
komu ekki út fyrr en nokkru eftir byrjun þessa árs.
Prentun á fyrra helming spjaldanna er nú lokið og síöari
helmingurinn verður vonandi til innan skams. Spjöldin
höfum við selt á 15C. hvert eintak — 52 spjöld — ef keypt
eru meira en 5, annars 20c.