Áramót - 01.03.1907, Síða 213
217
úlgáfu fyrirtaeki sínu í það horf, að í staðinn fyrir deild
þá i „Sam.“, sem nú nefnist ,,Börnin“, sé gefið út sérstakt
sunnudagsskólablað með lexíum og leiðbeiningum fyrir
nemendur og kennara.
Samþykt að vísa ályktaninni til þeirrar nefndar, sem
hafi til íhugunar tímarit kirkjufélagsins.
Kl. Jónasson lagði til, að kosin sé 2 manna milliþinga-
nefnd til þess að hafa sunnudagsskólamálið til meðferðar.
Séra R. Marteinsson lagði til, að nefnd sé falið á-
satnt forseta að sjá um útgáfu kvers þes-s, er samþykt hef-
ir verið að gefa út handa sunnudagsskólunum; og var það
samþykt.
Þ á lagði Fr. Friðriksson fram svo hljóðandi álit
þeirrar nefndar, sem gefa átti álit um 3. liðinn í skýrslu
dagskránefndarinnar:
Að því er snertir 3. grein nefndarálitsins, leyftun vér
oss að láta þá skoðun vora í ljósi, að VI. gr. grundvall-
arlaganna er ekki nægilega ljóst orðuð, til þess skýlaust
sé unt að skilja af henni, hvort kosningar nefnda eigi að
gilda um eins árs tíma, jafnt og kosning embættismanna
kirkjufélagsins. Þess vegna mælum vér með því, að við
þá grein verði bætt þannig: að á eftir orðunum á 2. bls.
í fyrstu línu „svo og nefndir sem nauðsyn er á félagsmál-
um til framkvæmda“ komi orðin, ,,fyrir bað tímabil, sem
bingið ákveðar."
t öðru lagi mælum vér með því, að kosning lieima-
trúboðsnefndarinnar á síðasta kirkjuþingi verði nú á þessu
kirkjuþingi staðfest, enda þótt skoðanamunur eigi sér
stað um það, hvort hún hafi verið samkvæm VI. grein
grundvallarlaganna eða ekki.
Á kirkjuþingi 24. Júní 1907.
Fr. Friðriksson, Bjarni Jones, Geo. Peterson.