Áramót - 01.03.1907, Síða 217
221
lausn en þá, aö á meöan kirkjufélagiö hefir ekki komiö
sér saman um neitt sameiginlegt lexíuval er ekki unt aö
gefa út skýringar á sameiginlegum lexíum. En ánægjulegt
væri, að slikt samkomulag gæti orðiö sem fyrst, og teljum
vér þá heppilegast, að lexíuskýringar væru gefnar út sér-
staklega án þess, að vera í sambandi við nokkurt tímarit.
Á kirkjuþingi, 25. Júní 1907.
R. Marteinsson, E. Thorwaldson, N. Stgr. Thor-
láksson, J. J. Vopni, Geo. Peterson.
Samþykt að nefndarálit þetta sé tekið fyrir liö fyrir
lið.
Fyrsti liður samþyktur.
Séra Jón Bjarnason, sem nú vék úr forsetasæti, gat
þess, viðvíkjandi öörum lið nefndarálitsins, að hann gæti
ekki haldið áfram ritstjórn „Sameiningarinnar“ í stækk-
aðri mynd nema því að eins, að þingið sjái um að hann
fái meiri hjálp en að undanförnu með þaö, að skrifað
verði í blaðið, og aö þingið lýsi yfir þvi að það samþykki
stefnu blaösins.
Við annan liö gjörði svo séra B. B. Jónsson þá
1)reytingartillögu, að þingið kjósi aðstoðarritstjóra við
„Sameininguna", og var það samþykt.
S:ra B. B. Jónsson lagði til að skipuð sé 2 manna
nefnd til þess að tilnefna ásamt séra Jóni Bjarnasyni mann
fyrir aðstoðar-ritstjóra, og var það samþykt.
Samþykt var að fresta málinu þangað til nefnd sú,
er skipa á í því, hefir lokið starfi sínti.
í þá nefnd skipaði forseti þá Fr. Friðriksson og
Bjarna Jones.
Var því næst fundi slitið kl. tæplega 12 eftir að sung-
ið hafði ve>rið versið nr. 619.