Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Page 7

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Page 7
fjármagnsmyndun í landinu, auk þess sem unnið var af myndarskap að byggingu betri húsa en áður þekktust. Sauðagullið var notað mjög til eflingar sjávarútvegi, en landbúnaðurinn tók ekki strax verulega við sér til þess að vinna að almennum umbótum. Upp úr aldamótunum ríkti kreppa í fjárbúskap þjóðarinn- ar, nýtilegan markað vantaði fyrir kindakjöt og fé fækkaði. Reynt var að mæta áföllunum með stofnun rjómabúa og smjörsamlaga, sem komu að nokkru gagni, einkum í betri héruðum, þar sem heygæði leyfðu fjölgun kúa. Smám saman vannst markaður fyrir saltað kindakjöt á Norðurlöndum, einkum Noregi, en varan var illa verkuð og ómetin uns hafin var bygging sláturhúsa, sem óvíða var lagt í fyrr en eftir miðjan fyrsta áratug 20. aldar. En eftir að sam- bandskaupfélögin höfðu flest byggt sláturhús og Sláturfélag Suðurlands hafði verið stofnað 1907 var skjótt reynt að bæta verkun, mat og alla meðferð kjötsins, mest fyrir ötula for- göngu Jóns Arnasonar, framkvæmdarstjóra Utflutnings- deildar SÍS. Kjötið óx í áliti og verðið hækkaði, hagur bænda batnaði mjög fram yfir lok fyrri heimsstyrjaldarinnar. Fráfærum var smám saman hætt á flestum stöðum á land- inu frá 1910-’20 vegna þess að fólk flykktist til sjávarsíðunnar þar sem kaupgjald var hærra en bændur töldu sig geta greitt, og verð á dilkakjöti varð svo hátt að sauðaeign lagðist víðast niður um sömu mundir. En skjótt dró ský fyrir sólu. Haustið 1919 var verðlag á sauðfjárafurðum hærra en nokkru sinni áður og bændur flestir orðnir vel bjargálna og margir ríkir á þess tíma mælikvarða. Næsti vetur varð eindæma harður svo að fénaði varð ekki bjargað frá felli nema með mikilli kjarn- fóðurgjöf. Flestir tóku það ráð þótt fóðrið væri dýrt. Margir eyddu öllum innstæðum sínum frá uppgangsárunum en aðrir hleyptu sér í skuldafen. Næsta haust féll verðlag meira en um helming og riðuðu þá margir bændur til falls og ekki var ástandið betra við sjávarsíðuna. En bændur gáfust ekki upp heldur hertu róðurinn, sem þó var þungur. Fjárbændur urðu fyrir því áfalli, að Norðmenn settu háan innflutningstoll og síðan innflutningstakmarkanir á saltkjöt frá íslandi, til 9
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.