Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Page 16

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Page 16
kjörnum og kaupstöðum og jafnvel forystumenn innan sam- vinnuhreyfingarinnar álíti að eitt aðalhlutverk bænda sé að útvega úrvinnslustéttunum sem allra flesta vinnudaga við milliliðaþjónustuna, og sjálfsagt sé, að krefjast sem allra mestrar framleiðni hjá bændum, en gera minni kröfur til framleiðni hjá þeim sem leggja hönd á vöruna eftir að hún fer úr hlaði bónda þar til hún er komin á borð eða á kropp neytandans. Helst ætti hinn heilagi iðnaður að fá ókeypis hráefni, sem bændur framleiða, eins og ull og gærur. Ekki vil ég draga úr gildi samvinnufélagsskaparins fyrir landbúnaðinn, en starfslið samvinnuhreyfingarinnar, jafnt æðri sem lægri í launastiganum, verða að gæta skyldu sinnar, ekki síður en bændur sjálfir. Þeir sem sofa á verðinum bíða ósigur í hvaða stríði sem þeir taka þátt í, ekki síst í lífsbarátt- unni. Skal ég nefna átakanlegt dæmi um væran blund minna ágætu samvinnumanna. Sumarið 1944 sendi landbúnaðar- ráðuneytið mig í margþættum erindagjörðum til Bandaríkj- anna. Meðal annars skyldi ég athuga, hvernig við gætum gert mest verð úr íslensku ullinni, sem bændur neituðu að þvo lengur úr keitublöndu við bæjarlækinn. Eg komst að því, að yfirleitt væri ull flutt heimsálfanna á milli óþvegin, vélpressuð í teningslaga böllum og þvegin í þeirri verksmiðju sem ynni úr henni. Eg vissi að við þyrftum að nota mikið af ullinni í verksmiðjum innanlands, t.d. Gefjunni, og því yrði að hafa hentugar vélar þar, sem hægt væri að þvo í aðalmagn ullar- innar. Fann ég ullarþvottavél af heppilegri stærð, sem gat þvegið ull af 500-600 þúsund fjár. Lagði ég til að slíkar vélar yrðu keyptar. Var það gert og gáfust þær vel, en ég undraðist hve þvotturinn og allt kvotlið við ullina kostaði mikið. Tím- inn leið, ullarframleiðslan óx svo að Akureyrarvélarnar höfðu ekki undan, og var þá keypt önnur vélasamstæða og sett niður í Hveragerði. Skyldi þar þvo ull, sem til félli á suðurhluta landsins. Allt var gott um þetta að segja ef kaupfélögin, sem veitt höfðu móttöku megin hluta ullarinnar áratugum saman, hefðu ekki sofnað á verðinum. Nýr keppinautur kemur til sögunnar, Álafoss. Fyrirtæki með því heiti í einkaeign hafði lengi starfað við ófullkomnar aðstæður og keypti og vann úr 18
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.