Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Side 16
kjörnum og kaupstöðum og jafnvel forystumenn innan sam-
vinnuhreyfingarinnar álíti að eitt aðalhlutverk bænda sé að
útvega úrvinnslustéttunum sem allra flesta vinnudaga við
milliliðaþjónustuna, og sjálfsagt sé, að krefjast sem allra
mestrar framleiðni hjá bændum, en gera minni kröfur til
framleiðni hjá þeim sem leggja hönd á vöruna eftir að hún fer
úr hlaði bónda þar til hún er komin á borð eða á kropp
neytandans. Helst ætti hinn heilagi iðnaður að fá ókeypis
hráefni, sem bændur framleiða, eins og ull og gærur.
Ekki vil ég draga úr gildi samvinnufélagsskaparins fyrir
landbúnaðinn, en starfslið samvinnuhreyfingarinnar, jafnt
æðri sem lægri í launastiganum, verða að gæta skyldu sinnar,
ekki síður en bændur sjálfir. Þeir sem sofa á verðinum bíða
ósigur í hvaða stríði sem þeir taka þátt í, ekki síst í lífsbarátt-
unni. Skal ég nefna átakanlegt dæmi um væran blund minna
ágætu samvinnumanna. Sumarið 1944 sendi landbúnaðar-
ráðuneytið mig í margþættum erindagjörðum til Bandaríkj-
anna. Meðal annars skyldi ég athuga, hvernig við gætum gert
mest verð úr íslensku ullinni, sem bændur neituðu að þvo
lengur úr keitublöndu við bæjarlækinn. Eg komst að því, að
yfirleitt væri ull flutt heimsálfanna á milli óþvegin, vélpressuð
í teningslaga böllum og þvegin í þeirri verksmiðju sem ynni úr
henni. Eg vissi að við þyrftum að nota mikið af ullinni í
verksmiðjum innanlands, t.d. Gefjunni, og því yrði að hafa
hentugar vélar þar, sem hægt væri að þvo í aðalmagn ullar-
innar. Fann ég ullarþvottavél af heppilegri stærð, sem gat
þvegið ull af 500-600 þúsund fjár. Lagði ég til að slíkar vélar
yrðu keyptar. Var það gert og gáfust þær vel, en ég undraðist
hve þvotturinn og allt kvotlið við ullina kostaði mikið. Tím-
inn leið, ullarframleiðslan óx svo að Akureyrarvélarnar höfðu
ekki undan, og var þá keypt önnur vélasamstæða og sett niður
í Hveragerði. Skyldi þar þvo ull, sem til félli á suðurhluta
landsins. Allt var gott um þetta að segja ef kaupfélögin, sem
veitt höfðu móttöku megin hluta ullarinnar áratugum saman,
hefðu ekki sofnað á verðinum. Nýr keppinautur kemur til
sögunnar, Álafoss. Fyrirtæki með því heiti í einkaeign hafði
lengi starfað við ófullkomnar aðstæður og keypti og vann úr
18