Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Blaðsíða 105
SÆKÝR 1 GRANNLÖNDUNUM
Samkvæmt þeim heimildum sem mér eru tiltækar, kveður
ekki mikið að sæneytasögum í grannlöndum okkar í Evrópu,
en þó munu þær vera þekktar víða í strandhéruðum og á
eyjum.
I Fcereyskum þjóðsögum (Akureyri 1950) er sækúnna getið
þannig:
„Sækýr eru likar öörum kúm að ásýnd, en þær mjólka miklu betur, svo að
menn sækjast mjög eftir þeim. Stundum eru þær á þrettándanótt í fjósum
hjá öðrum nautgripum, og ef krossmark er gert á bakið á þeim, þá hverfa
þær eigi aftur til fyrri heimkynna sinna. — Á þrettándanótt sjást lika
huldukýr stöku sinnum í fjósunum, en þær eru ekki eftirsóknarverðar, þó að
þær mjólki vel, þvi að huldufólkið mundi hefna þess grimmilega, ef þeim
yrði haldið eftir. Huldukýr eru auðþekktar frá sækúm, þvi að sækýrnar
snúa hausnum til fjalls, en huldukýrnar til sjávar. — Huldufólkið á fjölda
nautgripa, sem ganga i högunum innan um nautgripi manna, þótt þeir
sjáist afar sjaldan“.
I þessari sögn kemur skýrt fram hve lítinn mun Færeyingar
gera á sækúm og huldukúm, og kemur það sama í ljós hér á
landi, eins og þegar var getið við ýmsar af ofangreindum
sögum. Ekki minnast Færeyingar á blöðruna, en þar kemur
krossmarkið í stað þess að sprengja hana.
Hérlendis eru hvorki sækýr né huldukýr tengdar sérstak-
lega við þrettándanótt, en þá nótt áttu kýrnar það til að
bregða fyrir sig mannamáli skv. íslenzkum sögnum.
Jón Ólafsson frá Grunnavík segir í „Ictyograþhiu“ sinni
(1737) eftirfarandi sögn frá Sjálandi (Danmörku):
„Sægraðunga hefi ég heyrt menn i Sælandi (Sjálandi) sig játa, að hafa oft
séð, og séu þeir mjórri og rennilegri en landnaut og hyrndir; gangi þeir allir
í runu þráðbeint, hver eftir öðrum, á land, á sumarnóttum og drekki vatn og
sleiki náttfall“.
Þetta minnir dálítið á goðsögnina um Auðhumlu í Snorra-
Eddu, „Hún sleikti hrímsteinana, er saltir voru“ en af því
spruttu svo guðir þeir er síðar skópu menn. Kýr hafa með
107