Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Blaðsíða 133
Möðruvöllum nú í sumar, en það er bygging fjóshlöðu. Síðan er hug-
myndin að ljúka við innréttingar í fjósinu á komandi vetri. Að lokum
lýsti Jóhannes nokkuð þeim tilraunum sem í gangi eru á Möðruvöllum.
Umræður hófust nú um skýrslurnar.
Egill Bjarnason ræddi um störf félagsins á s.l. ári. Minntist hann á
yfirtöku Ræktunarfélags Norðurlands á rekstri Tilraunastöðvarinnar
og einnig talaði hann um heykögglagerð. Þá ræddi hann um afmælis-
hátíðahöld Ræktunarfélags Norðurlands nú i sumar og flutti öllum
sem að þeim unnu þakkir félagsins. Haukur Steindórsson gerði að
umtalsefni vörusöluna og bað um skýringar á nokkrum atriðum.
Einnig minntist hann á störf heimaöflunarnefndar.
Þórarinn Lárusson svaraði spurningum um vörusöluna og fram kom
i svari hans að ekki hafði tekist þar nógu vel til.
Ari Teitsson ræddi einnig um vörusöluna og taldi að starfskröftum
sérfræðinga Ræktunarfélags Norðurlands væri betur varið við annað
en sölustarfsemi. Þá talaði hann um störf Tilraunastöðvarinnar og
nauðsyn þess að bændum verði kynnt sem best það sem þar færi fram.
Reikningar félagsins voru nú bornir undir atkvæði og samþykktir
samhljóða.
4. Erindi Jóhannesar Sigvaldasonar um framleiðslu og sölu á gærum.
Máli sínu til glöggvunar var Jóhannes með tölur er hann sýndi með
myndvarpa.
I byrjun gerði hann grein fyrir þvi magni af hráefni sem til félli i
landinu og hve mikið af hverri dýrategund. Fram kom að langmestur
hlutinn var af sauðfénu og lítið er sútað innanlands af skinnum annarra
dýra.
Síðan rakti Jóhannes vinnslu- og söluröð gæruframleiðslunnar, allt
frá því að bóndinn fargar skepnunni til þess að neytandinn kaupir flik
eða annað sem fullunna vöru.
Þá gerði hann grein fyrir þeim þáttum sem áhrif hafa á gæði vör-
unnar, bæði það sem bóndann varðar og einnig meðferð i sláturhúsi.
Sérstaka áherslu lagði hann á mikilvægi hreinhvíta litarins og vand-
kvæði sem stafa af illhærum og tvískinnungi í gærunum.
Jóhannes sagði frá því, hvernig þær ca. 950 þúsund gærur sem til falla
í landinu skiptust milli vinnslustöðvanna þriggja og hve mikill hluti
þeirra er fullunninn á hverjum stað. Fram kom, að ca. 335 þúsund
gærur væru fullunnar hérlendis og taldi Jóhannes, að við núverandi
aðstæður væri tæplega hægt að vinna að fullu úr meira magni.
Meirihlutinn af fullvinnslunni fer í mokkasútun, en afgangurinn í
teppagærur, skrautgærur, fóðurgærur og loðskinn.
Þá sýndi Jóhannes flokkun gæranna eftir litum og reyndust tæp 80%
þeirra vera hvitar. Um 90% af heildarfjölda gæranna er af lömbum.
135