Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Side 123

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Side 123
MENNTUN BÓKAVARÐA 123 landi, skipting í sérgreinar, sagt frá útgáfuritum, handbókum, bókaþjónustu í greinun- um o. s. frv. Loks er á 3. stigi kjörverkefni, þ. e. ritgerð eða bókfræðilegt verkefni. Uppsetning námsefnisins í bókasafnsfræði miðast við, að námið á hverju stigi taki tvö misseri, eða einn vetur. Hverju stigi lýkur með sex tíma skriflegu prófi og síðan munnlegu prófi, og er gefin ein einkunn fyrir hvort tveggja, en kjörverkefni gildir helming einkunnar á 3. stigi. Við endurskoðunina á námsskránni höfum við einkum stuðzt við kennsluskrár frá bókavarðaskólunum í Danmörku og Noregi, Bretlandi og Bandaríkjunum. Leitazt hefur verið við að fella námsefnið saman í sem eðlilegastar heildir, eftir því sem víðast tíðkast við bókavarðaskóla. Hins vegar er augljóst, að ýmsir allmikilvægir efnisflokkar koma ekki fram sem sjálfstæðar heildir í námsskránni, en ætlazt er þó til, að sem flestum þáttum séu gerð nokkur skil við yfirferð yfir þá efnisflokka, sem tilfærðir eru. Fyrsti nemandinn í bókasafnsfræði tók 1. stigs próf vorið 1957, eða fyrir þrettán árum. Eg hef til fróðleiks athugað, hve margir hafi á þessu tímabili tekið próf í greininni. Sé miðað við síðasta (þ. e. hæsta) prófstig, sem hver nemandi hefur tekið til þessa, verður skiptingin sem hér segir: 3. stigs próf 7 2. - - 26 1. - - 24 Samtals verður þetta 57 manns, 30 karlar, en 27 konur. Karlkynið hefur því enn þá heldur vinninginn, enda voru framan af miklu fleiri karlar við námið en konur, en hin síðari ár hafa hlutföllin snúizt við, og eru konur nú í allmiklum meirihluta við námið. Þannig hygg ég og, að því sé víðast farið við bókavarðaskóla. — Ég hef reynt að kanna, hversu margir þessara 57, sem lokið hafa einu til þremur stigum í bóka- safnsfræði, hafa bókasafnsstörf að atvinnu. Telst mér svo til, að í föstu starfi í bóka- safni séu 19, en 7 vinni bókasafnsstörf í afleysingum. Taka verður tillit til þess, að a. m. k. 15 þessara 57 eru enn við nám í bókasafnsfræði. Sum þeirra eru að nokkru við bókasafnsstörf, en ekki verður enn þá séð, hve mörg þeirra muni að námi loknu snúa sér að fullu að bókasafnsstörfum. Af ofangreindu kemur fram, að nærri lætur, að helmingur þeirra, sem eitt stig eða fleiri hafa nú tekið í bókasafnsfræði, stundi bókasafnsstörf að einhverju eða öllu leyti. Verður því að álíta, að bókasafnsfræði- kennslan hafi þegar orðið söfnum landsins að talsverðu gagni. Hins vegar ber að varast að líta svo á, að hér sé nú þegar um fullgildan bókavarðaskóla að ræða, sem fátt sé að vanbúnaði. Áherzla hefur verið lögð á að veita fólki grundvallarfræðslu, og fer mjög eftir áhuga hvers og eins, hvað honum verður úr henni. Ótvírætt er, að þeir, sem tekið hafa tvö eða þrjú stig og stundað námið af atorku, hafa orðið sæmilega undirstöðu til flestra venjulegra bókasafnsstarfa, en mest þykir mér þó um vert, ef námið mætti verða til þess að móta hugarfar nemendanna og afstöðu þeirra til bóka- safnsfræði og bókasafnsstarfa sem sérfræðilegs viðfangsefnis, gera þeim eiginlegt að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.