Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Page 123
MENNTUN BÓKAVARÐA 123
landi, skipting í sérgreinar, sagt frá útgáfuritum, handbókum, bókaþjónustu í greinun-
um o. s. frv. Loks er á 3. stigi kjörverkefni, þ. e. ritgerð eða bókfræðilegt verkefni.
Uppsetning námsefnisins í bókasafnsfræði miðast við, að námið á hverju stigi taki
tvö misseri, eða einn vetur. Hverju stigi lýkur með sex tíma skriflegu prófi og síðan
munnlegu prófi, og er gefin ein einkunn fyrir hvort tveggja, en kjörverkefni gildir
helming einkunnar á 3. stigi.
Við endurskoðunina á námsskránni höfum við einkum stuðzt við kennsluskrár frá
bókavarðaskólunum í Danmörku og Noregi, Bretlandi og Bandaríkjunum. Leitazt
hefur verið við að fella námsefnið saman í sem eðlilegastar heildir, eftir því sem
víðast tíðkast við bókavarðaskóla. Hins vegar er augljóst, að ýmsir allmikilvægir
efnisflokkar koma ekki fram sem sjálfstæðar heildir í námsskránni, en ætlazt er þó
til, að sem flestum þáttum séu gerð nokkur skil við yfirferð yfir þá efnisflokka, sem
tilfærðir eru.
Fyrsti nemandinn í bókasafnsfræði tók 1. stigs próf vorið 1957, eða fyrir þrettán
árum. Eg hef til fróðleiks athugað, hve margir hafi á þessu tímabili tekið próf í
greininni. Sé miðað við síðasta (þ. e. hæsta) prófstig, sem hver nemandi hefur tekið
til þessa, verður skiptingin sem hér segir:
3. stigs próf 7
2. - - 26
1. - - 24
Samtals verður þetta 57 manns, 30 karlar, en 27 konur. Karlkynið hefur því enn þá
heldur vinninginn, enda voru framan af miklu fleiri karlar við námið en konur, en
hin síðari ár hafa hlutföllin snúizt við, og eru konur nú í allmiklum meirihluta við
námið. Þannig hygg ég og, að því sé víðast farið við bókavarðaskóla. — Ég hef reynt
að kanna, hversu margir þessara 57, sem lokið hafa einu til þremur stigum í bóka-
safnsfræði, hafa bókasafnsstörf að atvinnu. Telst mér svo til, að í föstu starfi í bóka-
safni séu 19, en 7 vinni bókasafnsstörf í afleysingum. Taka verður tillit til þess, að
a. m. k. 15 þessara 57 eru enn við nám í bókasafnsfræði. Sum þeirra eru að nokkru
við bókasafnsstörf, en ekki verður enn þá séð, hve mörg þeirra muni að námi loknu
snúa sér að fullu að bókasafnsstörfum. Af ofangreindu kemur fram, að nærri lætur,
að helmingur þeirra, sem eitt stig eða fleiri hafa nú tekið í bókasafnsfræði, stundi
bókasafnsstörf að einhverju eða öllu leyti. Verður því að álíta, að bókasafnsfræði-
kennslan hafi þegar orðið söfnum landsins að talsverðu gagni. Hins vegar ber að
varast að líta svo á, að hér sé nú þegar um fullgildan bókavarðaskóla að ræða, sem
fátt sé að vanbúnaði. Áherzla hefur verið lögð á að veita fólki grundvallarfræðslu, og
fer mjög eftir áhuga hvers og eins, hvað honum verður úr henni. Ótvírætt er, að þeir,
sem tekið hafa tvö eða þrjú stig og stundað námið af atorku, hafa orðið sæmilega
undirstöðu til flestra venjulegra bókasafnsstarfa, en mest þykir mér þó um vert, ef
námið mætti verða til þess að móta hugarfar nemendanna og afstöðu þeirra til bóka-
safnsfræði og bókasafnsstarfa sem sérfræðilegs viðfangsefnis, gera þeim eiginlegt að