Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Blaðsíða 128

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Blaðsíða 128
128 MENNTUN BÓKAVARÐA væri, að sett yrði öðru hverju upp námskeið fyrir fólk, sem þegar hefði aflað sér há- skólaprófs í öðrum greinum. Einhver kynni að spyrja, hvort ekki væri einfaldast fyrir slíkt fólk að ganga inn í námið, eins og það er skipulagt nú, og nema til 1. stigs prófs og svo koll af kolli. Víst er það hugsanlegt, en þó ekki alls kostar álillegt. Fólk, sem lokið hefur löngu háskólanámi, hefur allt annan undirbúning til frekara náms en nýstúdentar, sem eru að hefja háskólanám. Hætt er því við, að námið þætti of hæg- fara og takmarkað að umfangi fyrir kandídata. Þeim hentaði betur hraðari yfirferð ogkynning við fjölmarga þætti bókavarðarstarfsins á tiltölulega skömmum tíma. Slíkt námskeið yrði þó tæpast unnt að halda á hverju ári vegna þess, hve nemendur yrðu trúlega fáir, og raunar er vafamál, hvort kennaralið og aðrar aðstæður leyfðu yfir- leitt slíkt námskeiðshald á næstunni. Oft hefur verið vikið að þörfinni á því að halda námskeið fyrir þá fjölmörgu, sem nú þegar fást við bókavörzlu í almenningsbókasöfnum víðs vegar um landið, án þess að hafa notið neinnar skipulagðrar fræðslu til þeirra starfa, enda gert ráð fyrir slíkri fræðslustarfsemi í lögum um almenningsbókasöfn. Hér er um að ræða fólk, sem hefur mjög ólíkan menntunargrundvöll, og yrði því ekki unnt að setja stúdentspróf eða aðra hliðstæða menntun sem skilyrði fyrir þátttöku. Þegar af þeirri ástæðu væri óeðli- legt, að slík fræðslustarfsemi yrði á vegum Háskólans eða í föstum tengslum við þá bókavarðarkennslu, sem þar fer fram. Þetta er málefni, sem varðar nær eingöngu al- menningsbókasöfn, og er því eðlilegast, að fræðslunámskeið, ef haldin yrðu, lytu for- stöðu stjórnenda þeirra, einkum hókafulltrúa ríkisins og borgarbókavarðar. Hins vegar má telja eðlilegt, að þeir, sem bókasafnsfræðikennslu annast á vegum Háskól- ans, ráðist til kennslu á slíku fræðslunámskeiði, eftir því sem við verður komið og heppilegt telst. En ég tel, að hyggja þurfi vandlega að því fyrirfram, hvaða árangri ætlunin er að ná með námskeiðshaldi. Ég þykist vita, að margir þeir, sem bókasöfn annast úti á landsbyggðinni, séu báglega launaðir og hafi sterklega í hyggju að hljóta umbun í launum að lokinni þátttöku í námskeiði, enda væri það ekki nema sanngjarnt, en sá þáttur málsins má þó ekki skyggja á þann fræðilega ávinning, sem safnstarfsemin þyrfti að hafa af námskeiðshaldinu, og mun ég nú vikja nokkru nánar að því efni. Hugsa mætti sér, að boðað yrði námskeið og auglýst eftir þátttakendum. Þeir gæfu sig fram víðs vegar að af landinu eftir áhuga hvers og eins, svo að úr yrði nægjan- lega stór hópur, sem síðan dveldist hér í höfuðborginni nokkrar vikur og sækti kennslu í sem flestum undirstöðuatriðum bókasafnsrekstrar, eftir því sem við yrði komið, skoðaði söfn o. s. frv., en tæki síðan einhvers konar próf og hlyti vottorð þátttökunni til staðfestingar. Síðan færi hver til síns heima. Sumir tækju væntanlega til óspilltra málanna að hressa við safnreksturinn hjá sér í samræmi við sína nýju reynslu, aðrir færu sér hægar um breytingar og enn aðrir hefðust ekki frekar að en áður. Eigi að síður yrði að álíta, að námskeiðið hefði borið nokkurn ávöxt, og mundi væntanlega talið rétt að halda annað slíkt innan fárra ára. Ég verð þó að játa, að ég væri ekki fyllilega ánægður með shkan árangur. Námskeiðshald hlyti að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.