Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Page 130
130
MENNTUN BÓKAVARÐA
verði á því af skiljanlegum ástæðum, að slíkum námskeiðum verði komið á hér, en
hugsanlegt er, að við gætum bætt okkur það upp með myndun umræðuhópa um til-
tekin viðfangsefni eða jafnvel eins konar klúbbstarfsemi. Einnig mættu íslenzkir bóka-
verðir hugsa til þátttöku í erlendum námskeiðum af því tagi, sem hér var á minnzt.
1 upphafi þessa erindis var að því vikið, hve mjög hlutverk bókasafna og aðferðir
við starfrækslu þeirra hefðu breytzt vegna þróimar vísinda og tækni og þjóðfélags-
legra umskipta. Augljóst er, að bókin í sínu hefðbundna formi skipar ekki lengur ein
rúm í bókasöfnunum, heldur hefur þar komið fleira til, svo sem filmur og aðrar teg-
undir myndræns efnis, bönd, plötur og tölvuframleiðsla af ýmsu tagi. Hætt er því við,
að mörgum bókaverðinum lítist ekki á blikuna að eiga að tileinka sér þá þekkingu
og þjálfun, sem ný gögn og nýjar aðferöir krefjast af honum og finnist sem þeim
ljóma bókavaröarstarfsins sé nú burtu feykt, sem einu sinni var. Þessa hlið málsins
skyldu menn þó ekki draga fyrir sér of dökkum litum. Þótt bókhneigð eða bókelska,
sem svo er stundum kölluð, nægi nú ekki lengur ein saman til að fólk verði dugandi
bókaverðir, er hún æskileg eigi að síður, ef ekki nauðsynleg. Þvi að hvað sem allri
tækni og vélgengni bður, er mikils um vert, að bókaverðir séu bókfróðir, hafi smekk
fyrir bókum, þekki sögu þeirra, gerð og gildi fyrir menningu heimsins fyrr og siöar.
Bókaverðir mega ekki verða eins konar lifandi afgreiðsluvélar. Hjá góðum bókasafns-
manni þarf því að fara saman, auk góðrar almennrar og sérhæfðrar menntunar, til-
finning fyrir bókum og gildi þeirra, heilbrigð dómgreind, skipulagshæfni og hæfi-
leiki til að tileinka sér nýjungar í vinnubrögðum. Takist að rækta þessa eiginleika
með veröandi bókavörðum, erum við á réttri leið.
NOKKUR RIT OG RITGERÐIR UM EFNIÐ
Asheim, Lester. Specialized education and training of qualified public librarians in ;.n industrial-
ized and computerized society. (Libri 18 (1968), s. 270-82.)
Baumjield, Brian H. and Kenneth Roy McColvin. Tlie library student’s London. 2nd ed. London
1969.
Boldt, Barbo. Vad kan bibliotekslinjen vid Svenska Social- och Kommunalhögskolan erbjuda bli-
vande bibliotekarier vid vetenskapliga bibliotek? (Signum, utg. Finl. vetenskapliga biblioteks-
samfund, 9 (1969), s. 169-71.)
Bramley, Gerard. A history of library education. London 1%9.
Carlsson, Ingvar. En ny bibliotekshögskola. (Biblioteksbladet 56 (1971), s. 99-100.)
Dalton, Jack. Library education and research in librarianship. Some current problems and trends in
the United States. (Libri 19 (1969), s. 157-74.)
Danmarks Biblioteksskole. Studievejledning. Uddannelsen til bibliotekar ved folkebibliotekerne.
Kbh. 1970.
Education for librarianship. Working party’s report to the Minister of education. Wellington 1969.
Foskett, D.J. A note on professional qualifications. (Library association record 71 (1969), s.
205-06.)
Havard-Williams, P. Education and training for national and university libraries. (Libri 19 (1969),
s. 204-15.)
Hepworth, John B. Problems of orientation in professional education. (Library association record
71 (1969), s. 33-35.)