Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Page 134

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Page 134
134 ÍSLENZK RANNSÓKNARBÓKASÖFN þá ráðagerð að sameina söfnin og töldu, að það bæri að gera af fullri einlægni og með sem minnstum skilyrðum. Hið nýja safn ætti að vera ein rekstrarheild, en ekki tvö söfn undir einu þaki. Vér vitum, að þannig hlýtur þetta að verða í reyndinni, þegar tekið verður til óspilltra málanna í hinu nýja húsi, og allt, sem vér gerum þangað til, miðar í þá átt- ina, þ. e. að þessum tveim aðalvísindabókasöfnum þjóðarinnar verði steypt, svo sem auðið er, í eina samvirka heild, eins og það hefur verið orðað. Skipuð hefur verið nýlega t. a. m. þriggj a manna nefnd frá Landsbókasafni og Háskólabókasafni til að semja greinargerð um stöðu skráningar og flokkunar í söfn- unum, í hvaða atriðum leiðir skilur með þeim og hvernig helzt mætti færa framkvæmd þeirra í samræmingarátt. í lögum þeim um Landsbókasafn íslands, er samþykkt voru á alþingi 25. apríl 1969, er með ákvæðum, er felld voru inn í þau um Háskólabókasafn, opnuð leið til þeirrar sameiningar, sem stefnt er að, en ákvæðin miðuð í svipinn við það ástand, sem ríkja mun, meðan hinar ytri aðstæður til sameiningarinnar brestur. í 8. grein laganna segir, að öflun erlendra rita og þjónusta í háskólaþarfir skuli fara fram sameiginlega og undirbúningur þess fyrirkomulags þegar vera hafinn. Þá er í lögunum gert ráð fyrir sérstakri reglugerð um samstarf safnanna og um þjónustu við Háskóla íslands og stofnanir hans. Sú reglugerð er enn í deiglunni, en segja má, að útgáfa samskrár ritauka íslenzkra rannsóknarbókasafna sé veigamesta samvinnu- skrefið, sem vér höfum enn stigið, og þar sé í rauninni lagður grundvöllur að allri frekari samvinnu íslenzkra rannsóknarbókasafna. I lögum um Landsbókasafn frá 1949 sagði, að halda skyldi uppi sérstakri skráning- armiðstöð fyrir Landsbókasafn, Háskólabókasafn og sérfræðibókasöfn, og mætti fela Háskólabókasafni forstöðu hennar að fengnu samþykki háskólaráðs. í sérstakri reglu- gerð um slíka skráningarmiðstöð, staðfestri 6. júlí 1956, er þó gert ráð fyrir, að stöð- in verði í Landsbókasafni, og voru ákvæði um það ennfremur sett í lögin um Lands- bókasafn 1969. Astæðan til þess, að ekki hefur orðið úr framkvæmdum fyrr en nú, er fyrst og fremst sú, að söfnin og stofnanirnar hafa ekki haft nægilegt starfslið til að vinna verkið, enda var í reglugerðinni þegar gert ráð fyrir, að dráttur gæti orðið á framkvæmd ákvæða hennar, því að í henni segir, að menntamálaráðuneytið geti veitt tímabundnar undanþágur frá reglum þessum, ef gildar ástæður séu fyrir hendi. Onnur nauðsynleg forsenda en nefnd hefur verið voru ákveðnar flokkunar- og skrán- ingarreglur, er hentuðu íslenzkum bókasöfnum, og hefur nú verið bætt úr þeirri þörf með samningu og útgáfu slíkra reglna að frumkvæði Bókavarðafélags íslands. Samkvæmt síðustu fjárlögum var heimilað, að ráðinn yrði að Landsbókasafni að- stoðarbókavörður gagngert til að annast umrædda samskrá, og hefur Aslaug Ottesen verið falin sá starfi með þeim árangri, að samskrá ritauka Landsbókasafns, Háskóla- bókasafns, Bókasafns Hæstaréttar, Tæknibókasafns Iðnaðarmálastofnunar íslands, Bókasafna Orkustofnunar og Hafrannsóknastofnunarinnar og loks Læknisfræðibóka- safna Borgarspítalans og Landspítalans er nú komin út, - eða rétt að koma út - og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.