Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Blaðsíða 134
134
ÍSLENZK RANNSÓKNARBÓKASÖFN
þá ráðagerð að sameina söfnin og töldu, að það bæri að gera af fullri einlægni og
með sem minnstum skilyrðum. Hið nýja safn ætti að vera ein rekstrarheild, en ekki
tvö söfn undir einu þaki.
Vér vitum, að þannig hlýtur þetta að verða í reyndinni, þegar tekið verður til
óspilltra málanna í hinu nýja húsi, og allt, sem vér gerum þangað til, miðar í þá átt-
ina, þ. e. að þessum tveim aðalvísindabókasöfnum þjóðarinnar verði steypt, svo sem
auðið er, í eina samvirka heild, eins og það hefur verið orðað.
Skipuð hefur verið nýlega t. a. m. þriggj a manna nefnd frá Landsbókasafni og
Háskólabókasafni til að semja greinargerð um stöðu skráningar og flokkunar í söfn-
unum, í hvaða atriðum leiðir skilur með þeim og hvernig helzt mætti færa framkvæmd
þeirra í samræmingarátt.
í lögum þeim um Landsbókasafn íslands, er samþykkt voru á alþingi 25. apríl
1969, er með ákvæðum, er felld voru inn í þau um Háskólabókasafn, opnuð leið til
þeirrar sameiningar, sem stefnt er að, en ákvæðin miðuð í svipinn við það ástand, sem
ríkja mun, meðan hinar ytri aðstæður til sameiningarinnar brestur.
í 8. grein laganna segir, að öflun erlendra rita og þjónusta í háskólaþarfir skuli
fara fram sameiginlega og undirbúningur þess fyrirkomulags þegar vera hafinn. Þá
er í lögunum gert ráð fyrir sérstakri reglugerð um samstarf safnanna og um þjónustu
við Háskóla íslands og stofnanir hans. Sú reglugerð er enn í deiglunni, en segja má,
að útgáfa samskrár ritauka íslenzkra rannsóknarbókasafna sé veigamesta samvinnu-
skrefið, sem vér höfum enn stigið, og þar sé í rauninni lagður grundvöllur að allri
frekari samvinnu íslenzkra rannsóknarbókasafna.
I lögum um Landsbókasafn frá 1949 sagði, að halda skyldi uppi sérstakri skráning-
armiðstöð fyrir Landsbókasafn, Háskólabókasafn og sérfræðibókasöfn, og mætti fela
Háskólabókasafni forstöðu hennar að fengnu samþykki háskólaráðs. í sérstakri reglu-
gerð um slíka skráningarmiðstöð, staðfestri 6. júlí 1956, er þó gert ráð fyrir, að stöð-
in verði í Landsbókasafni, og voru ákvæði um það ennfremur sett í lögin um Lands-
bókasafn 1969. Astæðan til þess, að ekki hefur orðið úr framkvæmdum fyrr en nú,
er fyrst og fremst sú, að söfnin og stofnanirnar hafa ekki haft nægilegt starfslið til
að vinna verkið, enda var í reglugerðinni þegar gert ráð fyrir, að dráttur gæti orðið
á framkvæmd ákvæða hennar, því að í henni segir, að menntamálaráðuneytið geti
veitt tímabundnar undanþágur frá reglum þessum, ef gildar ástæður séu fyrir hendi.
Onnur nauðsynleg forsenda en nefnd hefur verið voru ákveðnar flokkunar- og skrán-
ingarreglur, er hentuðu íslenzkum bókasöfnum, og hefur nú verið bætt úr þeirri þörf
með samningu og útgáfu slíkra reglna að frumkvæði Bókavarðafélags íslands.
Samkvæmt síðustu fjárlögum var heimilað, að ráðinn yrði að Landsbókasafni að-
stoðarbókavörður gagngert til að annast umrædda samskrá, og hefur Aslaug Ottesen
verið falin sá starfi með þeim árangri, að samskrá ritauka Landsbókasafns, Háskóla-
bókasafns, Bókasafns Hæstaréttar, Tæknibókasafns Iðnaðarmálastofnunar íslands,
Bókasafna Orkustofnunar og Hafrannsóknastofnunarinnar og loks Læknisfræðibóka-
safna Borgarspítalans og Landspítalans er nú komin út, - eða rétt að koma út - og