Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Page 143
HANDRITADEILD LANDSBÓKASAFNS
143
gjört það um langan tíma aldurs síns, en sjónina hafði hann jafnskíra áttræður sem
á fertugs aldri, eftir því sem hann sagði sjálfur frá, en síðast sá hann ekki neitt með
öðru auganu. Allt frá því 1860 ritaði hann bæði snarhönd og fljótaskrift, hvort
tveggja aðdáanlega fagurt, en settletur og uppdrætti með afbrigðum, en á seinni ár-
um hans var höndin farin að stirðna, en brá þó oft til hins einkennilega handarlags,
einkum á settletri.“
Onefnd átti ég söfn þjóðskjalavarðanna Jóns Þorkelssonar og Hannesar Þorsteins-
sonar. Kjarninn í safni Jóns forna var kominn frá séra Arnljóti Ólafssyni, en hann
hafði aftur fengið sumt frá Hólum í Hjaltadal; en margt var Forna komið frá Ólafi
Thorlacíusi kaupmanni í Stykkishólmi. í safni Hannesar skipaði ættfræðin öndvegi
með fágætum ættfræðibókum, sem Hannes hafði fengið flestar eða allar frá Jóni dóm-
stjóra Péturssyni tengdaföður sínum. Er þar víða að finna íauka eftir Jón, Hannes og
ýmsa fleiri.
Enn skal þessi þula lengd nokkuð. Verður þá næst fyrir Sighvatur Grímsson Borg-
firðingur. Landsbókasafn festi kaup á handritum hans 1906 og öllu, sem hann kynni
að skrifa í framtíðinni, en hann fengi 350 krónur á ári í lífeyri beint frá safninu. Og
Sighvatur skrifaði þindarlaust allt til ársins 1930, er hann dó nær níræður að aldri.
Voru safninu þá afhent handrit hans, 180 að tölu. Efnið í handritum Sighvats er af
ýmsum toga, en einna merkastar verða Prestaævir hans í 22 bindum. Sighvatur má
með réttu kallast lærisveinn Gísla Konráðssonar, og var skriftarástríða hans óseðj-
andi. Ævisaga hans fram til 27. des. 1892 í eiginhandarriti er varðveitt í Lbs. 3623,
8vo. Þar segir hann m. a. um sjálfan sig: „Nú var það á þessum árum, að hann var
kominn í fullkomin kynni við Gísla Konráðsson, sem léði honum hvert handritið á
fætur öðru, eftir því sem Sighvalur gat yfir komizt að afrita, og fræddi hann og leið-
beindi á allar lundir, enda var sem nýr heimur opnaðist fyrir Sighvati, þegar hann
komst í kynni við Gísla. Og þótt Sighvatur væri vinnumaður og hefði litla tíma, þá not-
aði hann hverja stund, sem mest mátti verða, bæði nætur og daga, til að afrita sögur
Gísla og fræðirit. Hvern helgidag, sem hann var í Flatey, vóru þeir saman frá morgni
til kvelds, og þótt Gísli væri hinn mesti gleðimaður fram á hin háu elliár sín, þá var
honum oft mikið angur að, þegar þeir urðu að skilja, og lét hann það oft í ljósi.
Þannig vóru öll þau ár, sem þeir höfðu kynni saman, að Sighvatur hafði þar jafnan
opinn hinn mikla fræðifésjóð, og var það Gísla hin mesta ánægja . ..“ Að loknum þess-
um lestri vekur það vafalaust enga undrun með mönnum, þegar þeir heyra, að Presta-
ævir Sighvats einar saman eru alls 14250 blaðsíður, og er mér ekki láandi, þótt mér
hlýnaði um hjartarætur, þegar ég fyrir skömmu sá rímur eftir hann í eiginhandarriti
austur á landi.
Þá er að nefna handrit Jónatans Þorlákssonar frá Þórðarstöðum í Fnjóskadal, en
handrit hans voru keypt 1906 og eru allmerk, einkum um þingeyskar ættir.
Upp frá þessu fer stórum handritasöfnum að fækka, en mörg nöfn skjóta upp koll-
inum: Þorvaldur Thoroddsen prófessor, Eiríkur Magnússon í Cambridge, Torfi
Bjarnason í Ólafsdal, séra Rögnvaldur Pétursson vestan um haf, Magnús Jónsson í