Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Side 149

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Side 149
UM FLOKKUN BÓKA 149 Þegar við virðura fyrir okkur þessi kerfi í aldursröð, kemur í ljós, að Melvil Dewey er brautryðj andinn. Það var auðveldari eftirleikurinn, en ekkert kerfi hefur hlotið eins mikla úthreiðslu og kerfi Deweys. Munu 90% safna í Kanada og Englandi nota Dewey-kerfið. Það mun nú vera notað í 87 þjóölöndum. Kerfi Cutters (1837-1903), Expansive classijication, náði lítilli útbreiðslu. Þar veld- ur að sjálfsögðu einhverju um, að Cutter notar bókstafi til að auðkenna flokka, en Dewey, eins og kunnugt er, tölur. Universal decimal classification var búið til í því skyni að skrá öll rit og tíma- ritsgreinar, sem út höfðu veriÖ gefnar í heiminum. Það verk strandaði, en kerfið, sem reist er á tugakerfi Deweys, er enn notað. Marktölur í hundruðum eru styttar um tvo stafi og í tugum um einn staf. Nýmæli í þessu kerfi er að sýna ýmsa fleti á sama viðfangsefni með nýjum táknum. Þeir, sem lesiö hafa sér lil um svonefnda „documentation“, hafa ekki komizt hjá að kynnast kerfinu. KerfiÖ hefur verið gefið út í nokkrum löndum, og virðist hagnýtt gildi þess ótvírætt. Kerfi þjóÖbókasafns Bandaríkjanna, Library of Congress, er byggt upp af sér- fræðingum, sem sáu um gerð einstakra flokka. Þeir lögðu til grundvallar bækur safnsins og skildu eftir eyður fyrir ný efni, sem upp kynnu að koma. Einstakir flokkar kerfisins hafa verið gefnir út, en án efnisorðalykla. Helzta hj álpartækið, sem söfn hafa, er Subject headings used in the dictionary catalog of Library of Congress. — Kerfi Library of Congress hefur hlotið talsverða útbreiðslu meðal stærri safna af ýmsum tegundum. Síðan 1901 hefur Library of Congress selt ýmsum söfnum spjaldskrár- spjöld, þar sem gefnar eru upp marktölur kerfisins og einnig marktölur Dewey-kerfis. Kerfi Browns (1862-1914), Subject classification, er eingöngu notaÖ í nokknun enskum söfnum. Brown byggði kerfi sitt upp á allt annan hátt en Dewey, safnaði sam- an efnisþáttum á einn og sama stað, þar sem Dewey dreifði þeim aftur á móti eftir efni. Kemur þetta bezt fram í efnisoröaskrá Deweys, sem ég mun víkja að síðar. Indverjinn S. R. Ranganathan (1892- ) kom 1933 fram með kerfi sitt, Colon classification. Hann flokkaði fyrst bækur í háskólasafninu í Madras eftir þessu kerfi. 1931 kom út bók eftir Ranganathan, sem nefndist: Five laws of librarianship - fimm lögmál bókasafnsfræða. Þessi lögmál hljóða svo: 1. Bækur eru til notkunar. 2. Bók handa hverjum lesanda. 3. Lesanda að hverri bók. 4. Sparaðu tíma lesandans. 5. Bókasafn er stofnun í vexti. Kerfi Ranganathans hleypti af stað miklum skrifum um flokkun. Hann ritaði sjálfur mikið um þetta efni og hefur óneitanlega komið fram með ýmsar nýjar og athyglis- verðar kenningar. Kerfi Ranganathans ber nafn af notkun tvípunkts - colon -. Það minnir mjög á UDC kerfið. Ranganathan sýnir fram á, að við flokkun bókar eigi marktalan að leiða í ljós fimm eigindir: einstaklingseðli, efni, orku, rúm og tíma
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.