Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Síða 150
150
UM FLOKKUN BÓKA
(skammstafað á ensku PMEST). Til gamans skulum við athuga eitt dæmi, sem ég
reyni að sníða eftir íslenzkum aðstæðum. Bók eða ritgerð, sem fjallar um uppdrátt
að timburkirkjunni í Skálholti á dögum Brynjólfs Sveinssonar biskups, mætti eftir
kerfi hans skilgreina þannig: Einstaklingseðli: kirkjan. - Efni: timbur. - Orka: upp-
dráttur. - Rúm: Skálholt. - Tími: 17. öld. - Síðan kemur marktalan auðveldlega skv.
töflu Colon-kerfisins.
Ég vil láta ósagt, hvort nauðsyn beri til að kafa svo djúpt í efni hverrar einstakrar
bókar, þegar hún er flokkuð.
Bibliographical classification eftir Bandaríkj amanninn Bliss er reist á hans eigin
kenningum um flokkun. Hann gaf út rit 1929, er nefnist: Organization of knowledge
and the system of sciences. Fjórum árum síðar kom út önnur bók að nafni: Organiza-
tion of knowledge in libraries. Bliss kom fram með nýjar kenningar um „fasa“ eða
„fleti“, sem Ranganathan átti eftir að auka við í sínu kerfi. Kerfið var gefið út í end-
anlegri mynd 1940-53. Það er notað í nokkrum söfnum í Bandaríkjunum, Englandi
og eitthvað víðar. Það mun væntanlga verða gefið út í endurskoðaðri mynd.
Ég skal nú láta þessu spjalli lokið um önnur kerfi og snúa mér að Dewey-kerfinu.
Ég hef miðað þetta erindi einkum við þá, sem lítil kynni hafa haft af flokkun, og
það kann því að verða leiðigjarnt fyrir þá, sem eru kerfinu handgengnir. -
Dewey Decimal classification eða Dewey-kerfið, eins og það er venjulega kallað
hjá okkur, ber nafn upphafsmanns þess, Melvil Dewey. Hann er fæddur í New York-
ríki 1851. Hann varð bókavörður við Amherst College í New York-ríki 1874. Þá vann
hann að kerfi sínu. Dewey athugaði helztu kerfi, sem þekkt voru á þeim tíma. Hann
nefnir þrjá menn í sambandi við kerfi sitt, en áhrifin munu vera auðsæjust frá landa
hans að nafni W. T. Harris (1855-1909). Dewey lézt árið 1931.
1. útgáfa Dewey-kerfisins birtist 1876 og bar titilinn: Decimal classification and
Relative index. Það var einungis 42 bls., og 1000 eintök voru prentuð. Viðbrögð bóka-
varða þá voru þau, að undirgreinar væru aðeins fyrir stærri bókasöfn. En eins og
við vitum, hefur tíminn leitt annað í ljós, og nú eru töflur 17. útg. 1254 bls. og efnis-
orðaskráin 2480 bls.
Dewey lagði sjálfur áherzlu á, að efnisorðaskráin (Relative index) væri mesta
og gagnlegasta nýmælið, og vík ég að því síðar.
Annar þáttur, sem léttir notkun kerfisins, eru svonefnd minnisatriði (mnemonics),
og mun ég einnig drepa á þau.
Dewey skiptir kerfi sínu í tíu aðalflokka:
000 Rit almenns efnis. 500 Raunvísindi.
100 Heimspeki og sálarfræði. 600 Tækni. Framleiðsla. Iðnaður.
200 Trúarhrögð. 700 Listir. Skemmtanir.
300 Félagsfræði. 800 Bókmenntir.
400 Tungumál. 900 Saga. Landafræði. Ævisögur.