Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Page 159
SKRÁNINGARREGLUR BÓKASAFNA
159
skilgreiningu þessa atriðis.1 Það er því vonandi réttlætanlegt að geta hennar einnar
hér, en skilgreining Parísarráðstefnunnar á hlutverki spjaldskrár er á þessa leið:
Spjaldskrá skal vera tæki, er veiti greiða og örugga vitneskju um
1 hvort í safni er tiltekin bók, er fundin verði eftir
a) höfundi og titli — eða
b) ef höfundur er ekki greindur í riti, eftir titlinum einum - eða
c) ef höfundur og titill nægja ekki fyllilega til auðkenningar á ritinu, eftir því
ígildi titils, sem við á; - og
2 a) hvaða rit tiltekins höfundar - og
b) hvaða útgáfur tiltekins rits
eru til í bókasafninu.
Vert er að vekja athygli á því, að þessi skilgreining gerir einungis ráð fyrir, að
spjaldskrá geti veitt notanda glögga vitneskju um, hvaða bækur tiltekins höfundar
safnið á, hvort það á tiltekna bók eða tiltekna útgáfu bókar - að þvi tilskildu, að not-
andi þekki sjálfur höfund og titil eða ígildi titils. Skilgreiningin gerir hins vegar ekki
ráð fyrir því, að spjaldskrá þurfi nauðsynlega að veita svör við bókfræðilegum spurn-
ingum um ýmis söguleg atriði, er varða tilurð bókar, útgáfu og gerð, á sama hátt og
bókfræðileg rit veita einatt. Þetta er mjög í samræmi við þá tilhneigingu, sem víða
hefur gætt á síðari árum, að einfalda spj aldskráningu frá því sem áður var.
Skilgreining á hlutverki spjaldskrár er grundvallaratriði. Séu menn ekki nokkurn
veginn á einu máli um hlutverk spjaldskrár, geta þeir áreiðanlega deilt endalaust um
nær öll atriði skráningarreglna. Hér er því þörf á fastri viðmiðun. Vegna þess gildis,
sem Parísarskilgreiningin hefur hlotið sakir víðtækrar samstöðu um hana, er hún
lögð til grundvallar í íslenzku skráningarreglunum.
2.
Þeir, sem unnið hafa að skráningu, þekkja flest þeirra meginvandamála, sem henni
fylgja. Það er því væntanlega þarflaust að rekja þau í löngu máli hér. Aðeins skal
minnzt á fáein meginatriði vegna samhengis og til að vekja athygli á orðanotkun í
íslenzku skráningarreglunum.
Til þess að spj aldskrá geti gegnt hlutverki sínu, þarf að vera í henni a. m. k. eitt
spjald fyrir hvert skráð rit, svokallað aðalspjald, en síðan viðbótarspjöld eftir at-
vikum hverju sinni. Vandamál skráningar eru öll tengd á einhvern hátt spj aldtextan-
um og þá öðru fremur texta aðalspjaldsins. Honum má skipta í tvo meginhluta. Ann-
ars vegar er sá hluti, sem nefndur hefur verið í íslenzkum söfnum liöfuð. Það eru
einkennisorð, sem eru gefin riti, til þess að skipa megi því á tiltekinn stað í hillu eða
spj aldi á tiltekinn stað í skrá og til þess að saman komi það, sem saman á. Hinn megin-
1 IFLA. International conference on cataloguing principles, Paris 9th-18th October 1961. Report.
London 1963. 25-27.