Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Blaðsíða 170
170
STOFNUNARSÖFN HÁSKÓLA
urra stofnunarsafna er orðin brýn.“ (L. R. Wilson og R. C. Swank: Report of a survey
of the Library of Stanford University for Stanford University, November 1946-March
1947. Chicago 1947, s. 148. Tilvitnun er tekin eftir 28, s. 481 og 525.)
Ummæli þessi eru tekin hér upp vegna þess, að þau bregða lj ósi á vanda þeirra há-
skólabókasafna, sem reist voru seint á síðustu öld og öndverðri hinni tuttugustu. Um
leið veita þau nokkra hugmynd um þá þróun, sem orðið hefur á þessari öld til auk-
innar dreifingar háskólabókasafna. 1 stað stórra aðalsafna, sem áður fyrr hýstu bækur
flestra eða allra greina, sem kenndar voru við háskóla, hafa sprottið upp við hlið þeirra
fleiri eða færri stofnunarsöfn sérgreina. Slík þróun hefur átt sér stað í Bandaríkjun-
um og löndum Vestur-Evrópu. Vissulega gerðist hún ekki með sama hætti í öllum
löndum, en að frátöldum ýmsum tilbrigðum vegna staðbundinna aðstæðna hefur meg-
instraumurinn legið í þessa átt.
Þessi skipting háskólabókasafna í smærri einingar hefur haft ýmis óheillavænleg
áhrif á skipun bókasafnsmála í háskólum, og margvísleg vandamál hafa risið upp.
Stofnunarsöfnin urðu oft til án nokkurrar áætlunar og samráðs við aðalsafnið. Starf-
semi þeirra miðaðist þá ekki við þá skipun bókasafnsþj ónustu, sem fyrir var, heldur
við ýmsar sérstakar þarfir notenda stofnunarsafnsins, en þeir voru oft þröngur hópur
sérfræðinga. Þessi söfn höfðu því tilhneigingu til þess að verða sjálfráðar stofnanir
og lúta eigin lögmálum. Samvinna þeirra og aðalsafns varð stopul og tilvilj unarkennd.
Sama má segja um tengslin milli stofnunarsafnanna innbyrðis. Er t. d. algengt á Norð-
urlöndum, að tengslin séu líflegri milli sams konar stofnunarsafna tveggja ólíkra há-
skóla en milli stofnunarsafna ólíkra greina innan eins háskóla (23, s. 42).
Þau vandamál, sem dreifing bókasafnanna hefur haft í för með sér, skýrast betur,
þegar stofnunarsöfnin eru tekin fyrir hér á eftir. Verða þau því ekki rædd frekar í
þessum kafla. Hins vegar skal nú lítillega vikið að orsökum þeirrar framvindu, sem
orðið hefur. Hér er átt við meginorsakir þróunarinnar í heild, en ekki sérstakar
ástæður, sem kunna að hafa mótað gang mála í einstökum löndum eða við einstaka
háskóla. Þau atriði, sem hér verða nefnd, eru hvorki óyggjandi né tæmandi. Líta ber
á þau sem tilgátur, enda gefa heimildir ekki tilefni til annars.
1. Hin gömlu aðalsöfn, sem lengi lögðu megináherzlu á hugvísindagreinar, hafa að
meira eða minna leyti vanrækt raunvísindin. Raunvísindi hafa hins vegar þróazt mj ög
ört á síðustu tímum.
2. Rannsóknir í raunvísindum grundvallast mjög á greinum í tímaritum og ritröð-
um, en á þessari öld hefur hlaupið geysilegur vöxtur í þessa útgáfustarfsemi. Aðal-
söfnin hafa ekki verið fær um að veita þá þjónustu, sem nauðsynleg er til þess að gera
efni þessara heimilda aðgengilegt vísindamönnum.
3. Aðalsöfnin hafa ekki á að skipa bókavörðum, sem sérmenntaðir eru í raunvís-
indagreinum.
4. Sú þjónusta, sem vísindamenn þessara greina þarfnast, er allfrábrugðin þeirri,
sem tíðkazt hefur við aðalsöfnin. Upplýsingaþj ónustan hefur löngum takmarkazt við
það að benda á sérstakar heimildir og segja til um, hvar þær sé að finna. Síður hefur