Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Page 190

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Page 190
190 STOFNUNARSÖFN HÁSKÓLA starfsliði og þjónustu, ef bókakosturinn væri dreifður. Einmitt þetta hefur gerzt í Osló. Bókasafnsþjónustan er dreifð, og hún er innt af hendi í námunda við kennara og stúdenta. Þannig er starfslið bókasafns í snertingu við háskólastarfsemina, og grundvöllur myndast að persónulegum tengslum kennara og bókavarða. Tveterás kemst svo að orði árið 1968 um deildaþjónustuna: „Þannig hefur okkur tekizt að koma upp gangverki fyrir dreifingu. Við veitum stúdentum og kennurum nauðsynlega þjónustu í þeirra eigin umhverfi, en leitum einatt til aðalsafns, þegar þörf er á gögnum, bókfræðirannsóknum og liinni flóknari þjónustu . . . Þótt undarlegt megi virðast, verður staða aðalsafns enn styrkari við þessa dreifingu, þar sem það annast samræmingu og stjórn víðtæks bókasafnskerfis, sem lekur til sjálfs aðalsafns og samtals næstum 90 stofnunarsafna“ (25, s. 32). Starfsemi sú, sem lýst hefur verið í þessum kafla, beinist hvarvetna að sama marki; hún greiðir fyrir samstarfi og annast samræmingu aðalsafns og stofnunarsafna. En þegar hugað er að framkvæmdaratriðum, geta þau verið með ýmsu móti, og ráða því ólíkar kringumstæður eins og dæmin ættu að veita vísbendingu um. Stofnanaþjónustu var hér lýst eins og hún gerist við þrjá gamla háskóla. Þótt skipu- lagningu safna við nýja háskóla fylgi margvíslegur vandi, er sennilegt, að í þeim sé hægara um vik að laga safnið að háskólastarfseminni. Astæðan er m. a. sú, að þar er tækifæri þegar í byrjun að beina athyglinni að vandamálum samvinnu (23, s. 42). En við gamla háskóla geta myndazt torsóttar hindranir í umbótastarfi m. a. vegna rót- gróinnar hefðar, óhentugra bygginga eða vegna hins mikla bókaforða, sem safnazt hefur fyrir. 7. ÁBYRGÐ Á BÓKAVALI I Bandaríkjuniun og Englandi er algengast, að fé stofnunarsafna til bókakaupa fari um hendur háskólabókavarðar, en á Norðurlöndum eru stofnunarsöfnin venjulega óháð aðalsafni í þessu tilliti. í Bandaríkjunum t. d. hefur eftirfarandi tilhögun verið algeng. Fé bókasafnsins greinist í tvo meginsjóði, almennan sjóð og stofnanasj óð. Fé úr síðarnefnda sjóðnum er skipt á hinar ýmsu stofnanir, en abnennur sjóður er notaður til að kaupa bækur og tímarit til aðalsafns. Getur hann einnig verið eins konar varasjóður vegna óvæntra útgjalda. Háskólabókavörður og bókasafnsnefnd bera ábyrgð á niðurjöfnun fjár til stofnunarsafna. Getur niðurjöfnun verið mikið vandaverk, og er hlutfall hennar endurskoðað árlega (28, s. 99-100). Þessa megindrætti fjármálastjórnar er rétt að hafa í huga, þegar vikið er að þeirri spurningu, hver ákvarði bókaval stofnana. í Bandaríkjunum skiptist ábyrgðin á bókavali milli háskólabókavarðar og starfsliðs hans annars vegar og háskólakennara hins vegar. Bókasafnsnefnd ber einnig hluta af ábyrgðinni. Ræður hún aðallega almennri stefnumörkun og á lilutdeild í niðurjöfnun fjár. Háskólakennarar annast einkum val efnis, sem bundið er námi og rannsóknum, en háskólabókavörður og starfslið hans sjá um val á almennum uppsláttarritum og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.