Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Blaðsíða 13

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Blaðsíða 13
MINNISBLÖÐ SIGURÐAR LYNGE 13 greiða fimm fiska fyrir að sauma brókina, en þrjá fyrir stakkinn. Fiskvirði var þá talið átta skildingar og hér ætíð miðað við það. - Sigurður varð að fara í beitifjöru með skipsfélögum sínum og tók sú ferð skemmst einn dag, oftast tvo og lengst þrjá. Hann lýsir aldrei einstökum róðrum, en skráir alltaf, hvað aflast í hverjum, telur síðan saman fyrir hverja vertíð og að lokum yfir árið. Vitaskuld var ætíð langmest af þorski og ýsu, sem hann telur saman, en þar að auki er skata, langa, limir af heilagfiski og þó sérstaklega sum árin mikið af háf, sem allur var nýttur ýmist til matar eða fóðurs eftir að hafa verið kasaður og hertur. Háfsveiði var hvergi jafnmikil sem á Akranesi né heldur nýting hans, en hann var vel lifraður, sem úr fékkst ágætt sölulýsi. Má af Minnis- blöðum Sigurðar ráða í háfsgengd á veiðislóðum Akurnesinga, og þennan og þennan daginn „tekur hann háfinn upp“, eins og Sigurður orðar það, og á þá við að hafa lokið við að kasa hann. Þorskur var mest saltaður eða hertur ásamt ýsunni. Sem dæmi má nefna árið 1846, hvernig hann telur aflann og greinir frá verkun hans. Hlutur Sigurðar var þá á öllum vertíðum 1165 fiskar (þorskur og ýsa), 5 skötur, 25 limir af heilagfiski og 495 háfar. Saltaðir voru af þessum afla 602 fiskar, hertir í skreið 320 fiskar og háfurinn verkaður eins og fyrr getur. Mest af haustaflanum var hert og skreiðin seld landbændum og þá einkum í vöruskiptum. Verslun var öll við kaupmenn í Reykjavík, og þangað fór Sigurður framan af tvisvar á ári, og tók ferðin oftast tvo daga, en síðar fjölgaði þessum ferðum og urðu mest sex á ári. Sigurður verslaði einkum við C.O.Robb. Áður en hann byrjaði útgerð, var árlegt innlegg hans í kringum 40 ríkisdalir og úttektin um þrem dölum minni. Samkvæmt úttektarreikningi hans 1839, en þá var fernt í heimili, kaupir hann til ársins 1 kg kaffi, l'A kg kandís og A kg skipsbrauð. Önnur munaðarvara voru fjórir pottar af brenni- víni. Af mjölvöru var þá eingöngu keyptur rúgur, eða 2'A tunna. En síðar bættust við baunir og bygggrjón. Árið 1841 fékk Sigurður lán hjá Robb „til að koma sér upp bát“, eins og hann orðar það, og hefur það verið fjögurra manna far. Var það keypt í skuld, sem hvíldi nokkuð þungt á Sigurði. En þó dró til þess að hann gerði út eitt skip (sexæring) og tvo báta. Eftir að hafa átt skipið, sem hann kallaði Fagurlim, í fjögur ár, var ávinningurinn af þeirri útgerð 13 ríkisdalir. Á sama tíma höfðu hlutir bátanna orðið 109 ríkisdalir að ófrádregnum kostnaði. Þessi útgerð færði Sigurði ekki gróða nema síður væri, því að eftir að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.