Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Side 50

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Side 50
50 STEFÁN KARLSSON bókar. Prédikun út af 3. boðorðinu, „Tertia contio. Enarratio tertii praecepti“, er á blöðunum Clr-5r, og það er tæpur helmingur þeirrar prédikunar, seinni hluti nær því til loka, sem er varðveittur í íslenskri þýðingu í AM 667 XV 4to. Varla er neinum blöðum um það að íletta að þetta eru leifar af þýðingu Odds Gottskálkssonar. 3. Skrift og skriftarlíkindi Skrift og stafsetning brotsins XV ber með sér að bókin sem það er úr hefur verið skrifuð á 16. öld, en efnis vegna verður hún þó að hafa verið gerð eftir 1540. Sú spurning vaknar því livort XV kunni að vera eiginhandarrit Odds Gottskálkssonar eða úr prentsmiðju- handriti útgáfunnar, sem ekki er víst að hafi verið eiginhandarrit þýðanda; bókin var ekki prentuð fyrr en sex árum eftir andlát Odds 1556. Hvorugu mun þó vera til að dreifa, a.m.k. ekki því að XV sé eiginhandarrit þýðanda. Rithönd Odds er að vísu ókunn, en höndina á XV er ekki að finna á neinu þeirra fimm varðveittu frumbréfa - með mismunandi rithöndum - sem Oddur kemur við.29 Gegn hvorutveggja, en þó einkum eiginhandarriti, benda fáeinar villur í textanum: I lv20 hefur neitun fallið niður, í lv22 er fyrirlitnir vafalítið uppskriftarvilla fyrir ’fyrirlátnir’ (’verða þeir af guði fyrirlitnir’ : ’deseruntur ... a Deo’), í lr23 kynni tijmin verdr að vera misritun fyrir ’tíminn verður tærður’ (’tempus teritur’), sjá nmgr. 83, og í 2v22-23 frammyfir alla hluti framm (’super omnia’) er framm ofaukið á öðrum staðnum, en það gæti reyndar verið þýðanda að kenna, sbr. lok 9. kafla. Höndin á brotinu XV er greinilega rithönd þjálfaðs skrifara, stafagerð er jöfn og stafsetning tiltölulega regluleg.30 Notkun stafannajv (= ’y’ og ’ý’) annars vegar og hins vegar i (i) (= ’i’ og ’í’) og ij (íf) (= ’í’) sýnir engin merki um samfall hljóðanna ’i’ og ’í’ við ’y’ og ’ý’, og tvíhljóðunum ’ei’ og ’ey’ er einnig haldið aðgreindum, ’ei’ skrifað ei og eij (eí og eíj) en ’ey’ skrifað ey\ mjög skýr munur er í skriftinni á stöfunum ij og y. Einnig má nefna að stafurinn £ er helst notaður í orðmyndinni gudz og stöku sinnum í öðrum 29 Þessi bréf eru Pjóðskjalasafn íslands, Bps. A I, Fasc. XX 67 (1536; íslenzkt fornbréfa- safn (DI) IX, nr. 630), Ríkisskjalasafn Danmerkur, Isl., Fær., Granl. nr. 12 (1536; DI XI, nr. 108), AM Dipl. Isl. Fasc. LIII18 (1554; DI XII, nr. 471), AM Fasc. LXXII 5 (1554; DI XII, nr. 472) og AM Fasc. LXXII 9a (1555; DI XIII, nr. 39). 30 í lrl7 er huersi líklega misritun fyrir huersu, en gæti þó verið ávitull um sérhljóðaveiklun í áherslulítilli stöðu, sbr. Stefán Karlsson, ’Brudstykker af Christiern Pedersens Jærtegns- postil i islandsk oversættelse’, Opuscula IV (Bibliotheca Arnamagnæana XXX, Kh. 1970), 234-35. Sama máli kann að gegna um lr9 vorar fyrir vorir, sbr. nmgr. 73.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.