Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Blaðsíða 21

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Blaðsíða 21
KARL O. RUNÓLFSSON TÓNSKÁLD 21 1970 var hann yflrkennari og aðalstjórnandi barna- og ung- lingalúðrasveita í Reykjavík. Hefur þá verið stiklað á stóru um lúðrasveitarstarf Karls O. Runólfssonar, en það var umfangsmikið og hefur verið mikils metið, svo sem marka má af því að hann var heiðursfélagi Lúðrasveitar Reykjavíkur, Lúðrasveitarinnar Svans og Sambands íslenskra lúðrasveita. Allt var þetta í upphafi tómstundastarf. En þó leitaðist Karl við að afla sér þeirrar þekkingar á tónlist sem kostur var. Hjá stjórnendum og leiðbeinendum lúðrasveitanna mun hann snemma hafa fengið tilsögn í trompetleik og Hallgrímur Þor- steinsson sagði honum einnig eitthvað til í tónfræði. Fiðluleik lærði hann hjá Pórarni Guðmundssyni og einhverntíma naut hann tilsagnar í píanóleik hjá Jóni Leifs. Lúðrasveitin Gígja réð til starfa þýskan hornleikara, Otto Böttcher, vorið 1922, í formannstíð Karls. Böttcher varð stjórnandi og kennari Gígju og síðar Lúðra- sveitar Reykjavíkur eftir sameininguna með Hörpu. I stjórnanda- tíð hans var settur á stofn vísir að tónlistarskóla, sem raunar varð skammlífur, en enginn vafi er á að Karl hefur notfært sér þá kennslu sem þar stóð til boða. Tónlistin varð æ fyrirferðarmeiri þáttur í lífi Karls, og að því kom árið 1925, eins og áður var getið, að hann sagði skilið við prentverkið og helgaði sig tónlistinni. Þessi ákvörðun mun hafa átt talsverðan aðdraganda, en þegar hún var tekin beið Karl ekki boðanna en fór til náms í Kaupmannahöfn. Lærði hann trompet- leik hjá Lauritz Sörensen og fiðluleik hjá Aksel Jörgensen, en kennararnir báðir voru hljóðfæraleikarar í konunglegu hljóm- sveitinni í Kaupmannahöfn. Ennfremur lagði hann stund á og lærði lúðrasveitarútsetningu hjá Dyring nokkrum sem var stjórn- andi lífvarðarsveitar konungs. Eftir tveggja ára dvöl í Danmörku kom hann aftur heim og starfaði þá um skeið á ýmsum stöðum, lengst á Akureyri, 1929-34, við kennslu og þjálfun hljómsveitar og lúðrasveitar og við hljóðfæraleik. Svipuðum störfum hafði hann áður gegnt á ísafirði um hálfs árs skeið, 1922-23. Eftir að Karl settist að í Reykjavík 1934 innritaðist hann í Tónlistarskólann sem hafði tekið til starfa haustið 1930 og lagði nú stund á kontrapunkt og tónsmíðar fyrst undir handleiðslu dr. Franz Mixa og síðar hjá dr. Victor Urbancic. Einnig lærði hann fiðluleik hjá Hans Stepanek. Jafnframt og síðar stundaði hann þau tónlistarstörf sem til féllu, lék á fiðlu í Hljómsveit Reykjavíkur en trompet í Utvarps- hljómsveitinni og Sinfóníuhljómsveitinni eftir að hún tók til starfa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.