Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Síða 38

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Síða 38
38 HÖRÐUR ÁGÚSTSSON beinlínis getið, úr kirkju Magnúsar Ólafssonar eru næstum að segja í heilu lagi notuð í toríkirkjuna. I vísitasíu Björns biskups Porleifssonar árið 1701 er tekið fram, að á hurð Magnúsarkirkju séu „þrjár járnspangir sterkar11.9 Elsta heimild um hurðarjárn á kirkju þessari er frá 1659!° Ekki þarf að fara í neinar grafgötur um það, að spangirnar, hurðarjárn önnur og dyraumbúningur Magn- úsarkirkju eru komin úr miðaldakirkjunni. Fyrir því færi ég óyggjandi rök í áðurnefndri ritgerð, sem og að hinir glæsilegu úthöggnu dyrastafir frá Laufási, sem nú eru í Þjóðminjasafni ásamt laufskornum skreytijárnum, geti ekki verið eldri en frá 1258, það er að segja frá kirkju þeirri, er reist var eftir brunann það ár. Nú geta skornir dyrastafir ekki bjargast úr bruna, en hurðarjárn kynnu á hinn bóginn að sleppa. Laufskurðarjárnin, sem fylgdu hurðinni einnig, eru af stílsögulegum ástæðum tæpast eldri en stafirnir. Spangirnar okkar heíðu aftur á móti getað staðist eldtungur brunans 1258. Hér er úr vöndu að ráða, samanburðarefni engin. í hinum norsku staíkirkjum hefur íjölskrúðug flóra hurðarjárna varðveist. Ekki er heldur þar að finna járn, er skyld eru spöngun- um okkar. I Noregi myndu útsniðnu skreytijárnin og lykillaufið frá Laufási vera tímasett til 13. aldar, og kann það að koma heim og saman við byggingartíma kirkjunnar frá því skömmu eftir 1258. Það sér hins vegar hver maður, að stílsvipur spanganna er allt annar og mun fornlegri. Það gæti auðvitað hugsast, að laufjárnin hefðu verið sett seinna á hurðina. Þau bera gotneskan svip, og gótíkin heldur ekki innreið sína að ráði hérlendis fyrr en á fjórtándu öld. A móti kemur, að hurðarjárn af þessu tagi hefðu bæglega getað verið flutt inn frá Noregi. Þar eru þau sjálfsagður hlutur á þrettándu öld. Norski listfræðingurinn Roar Hauglid, sem manna mest hefur rannsakað stafkirkjur heimalands síns, telur, að stílþróun hurðarjárnanna hafi verið frá því einfalda til hins flókna.“ Járnspangirnar frá Laufási bera einfaldleika í formi gott vitni. Eins og sjá má af ofangreindum hugleiðingum, bendir margt til þess, að járnspangir okkar títtnefndar séu gerðar fyrir 1258 og hefðu getað verið frá kirkjunni, sem reist var eftir brunann 1169, jafnvel enn eldri. Væri þetta rétt, sem alls ekki skal fullyrt, eru hér komin langsamlega elstu hurðarjárn íslensk. Eitt mál er óútkljáð. Hafa spangirnar einungis verið til skrauts eða eru þær raunveru- leg hjararjárn? Fullyrða má, að til skrauts hafa þær verið á tímum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.