Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Blaðsíða 105

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Blaðsíða 105
TVÖ GÖMUL ERFILJÓÐ STEPHANS G. 105 ar á Mýri í Bárðardal. Frænkur Kristbjargar tvær, Helga á Akureyri, dóttir Kristjáns Kristjánssonar á Mýri, og Arnþrúður Arnórsdóttir og Helgu, dóttur Kristjáns Ingjaldssonar af seinna hjónabandi hans, voru kvaddar til að ganga frá dánarbúi Krist- bjargar og ákváðu að senda Landsbókasafni ýmis gögn úr búinu, meðal þeirra nokkur kvæði Stephans G. Stephanssonar með hendi hans. Hér verður nú einkum fjallað um tvö erfiljóð, er Stephan orti um frænku sína, Sigríði Jónsdóttur frá Eyjardalsá, er lézt á leið vestur um haf 1880. Samkvæmt upplýsingum Helgu Kristjáns- dóttur á Akureyri, er fylgdu handritagjöfmni til Landsbókasafns, hafði Sigríður gifzt 5. júlí 1877 Friðgeiri Jóakimssyni bónda á Hlíðarenda, sem hún hafði verið bústýra hjá. Sigríður mun hafa verið ófrísk, er þau héldu vestur, en hafði tekið loforð af manni sínum að láta engan vita, óttaðist, að þá yrði för hennar stöðvuð af ættingjum hennar. Sigríður var dóttir Helgu Stefánsdóttur (hálf- systur Guðmundar, föður Stephans G.) og Jóns bónda Ingjalds- sonar á Eyjardalsá, en hann var kvæntur Guðnýju, hálfsystur Helgu. Guðný og Jón giftust 1847 og bjuggu fyrst á Halldórsstöð- um. Helga kom til þeirra 1849, og er Sigríður fædd 7. október 1851 á Halldórsstöðum. Helga Kristjánsdóttir kveðst eigi vita, hvar Sigríður var uppalin, hvort hún var með móður sinni og þá hvar. En Helga Stefánsdóttir og Kristján Ingjaldsson á Mýri voru í hjónabandi 12 ár, 1861-73, og er Sigríður talin fósturbarn á Mýri 1865-70 og hjú á sama bæ 1871-73. Sögn, er Helga Kristjánsdóttir hefur eftir Kristjáni Jónssyni á Víðivöllum, er var mágur Stefáns sonar Guðnýjar og Jóns, bendir til, að Guðný hafi ekki verið sátt við giftingu Sigríðar og Friðgeirs. Þau voru gefin saman í kirkju á Ljósavatni. Jón faðir Sigríðar var annar svaramaður þeirra. Einhver kirkjugesta kvað hafa spurt Jón, hví Guðný og Stefán væru ekki viðstödd, og á þá Jón að hafa svarað: ,Ja, Stefán minn var að skaka strokkinn, en Guðný mín var að gera upp (skyrið).“ Helga Kristjánsdóttir segir ennfremur: „Sigríður hefur eflaust átt erfiða æsku. Þó hef ég aldrei heyrt, að Guðný léti hana gjalda uppruna síns. Stephan G. Stephansson kom oft á Mýri þau ár, sem hann var í Mjóadal, og þá hafa þau Sigríður kynnzt.“ Áður en vikið verður að erfiljóðum Stephans um Sigríði, er rétt að geta þess, að líki hennar var sökkt í hafið, svo sem alvanalegt var um þá vesturfara, er dóu á leiðinni yfir hafið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.