Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Blaðsíða 95
PÁLL JÓNSSON OG BÓKASAFN HANS
95
Úr þeim hópi manna, sem gekk ötulast fram í bókasöfnun um
miðja þessa öld, eru nú sumir fallnir frá, en aðrir komnir á
heiðursaldur. Fáein meiri háttar einkasöfn hafa á síðari árum
sundrazt og dreifzt, en öllu íleiri hafa þó fallið til opinberra
stofnana. Þar má nefna meðal annarra Háskóla Islands, Þjóðkirkj-
una, Davíðshús á Akureyri (en bókasafn þess er í umsjá Amtsbóka-
safns), Stofnun Árna Magnússonar og Bæjar- og héraðsbókasafn-
ið á Selfossi. Ef gerð yrði um næstu aldamót úttekt á íslenzkri
bókaeign opinberra safna hér á landi með sérstöku tilliti til
varðveizlu, dregið fram bezta eintak hverrar íslenzkrar bókar eða
fáein beztu eintök hennar, sem finnast í þessum söfnum, þá er það
grunur minn, að sá hlutur, sem kominn væri úr einkasöfnum
síðustu hálfrar aldar, yrði ótrúlega mikill. Gildi þessara einkasafna
og þess starfs, sem til þeirra hefur verið varið, verður því seint
fullmetið.
Eg nefni þetta til að minna á, hver viðburður það er, þegar
bókasafni Páls Jónssonar, sem er meðal hinna allra vönduðustu og
fallegustu einkabókasafna íslenzkra á síðari árum, hefur nú verið
komið varanlega fyrir í Héraðsbókasafni Borgarfjarðar — og það
á svo veglegan hátt sem við megum brátt sjá. Það er mikil ástæða til
að óska forráðamönnum Héraðsbókasafnsins og Borgfirðingum
til hamingju með þetta einstæða safn og hversu vel allur umbúnað-
ur þess hefur tekizt. Megi allir verða samtaka um að varðveita það
sem bezt.
Páll Jónsson var Borgfirðingur, fæddur að Lundum í Staf-
holtstungum 20. júní 1909 og hefði því orðið áttræður nú að
tveimur dögum liðnum. Forcldrar hans voru Ingigerður Krist-
jánsdóttir og Jón Gunnarsson, er voru þá í húsmennsku að
Lundum, en Páll ólst upp með fósturforeldrum vandalausum,
Guðmanni Geirssyni og Gróu Gísladóttur, lengst af í Örnólfsdal í
Þverárhlíð. Á átjánda ári fluttist Páll til Reykjavíkur og stundaði í
fyrstu verzlunarstörf, um tíma með Sæmundi bróður sínum. Þeir
bræður eru mér í barnsminni, þar sem þeir störfuðu í verzlun
sinni, Þórsmörk við Laufásveg, skammt frá bernskuheimili mínu.
Þar sá ég þá fyrst. Þetta var ekki stór verzlun, en ber í minni mínu
svip mikillar reglu og greiðvikni. Árið 1941 brá Páll á nýtt ráð.
Hann réðst sem auglýsingastjóri að dagblaðinu Vísi og gegndi því
starfi nokkuð á þrettánda ár. Það var svo árið 1953, að hann hóf
það starf, er hann verður löngum við kenndur, sem bókavörður
við Borgarbókasafn Reykjavíkur. Hann réðst til safnsins að tilhlut-