Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Blaðsíða 101

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Blaðsíða 101
PÁLL JÓNSSON OG BÓKASAFN HANS 101 Af árituðum bókum, sem tengjast þekktum íslendingum, er elzt í safninu erlend latínubók úr eigu Brynjólfs biskups Sveinssonar og hefur þá kannski á sínum tíma legið á hillu með Konungsbók eddukvæða og öðrum góðum gripum í safni Skálholtsbiskups. Af öðrum Islendingum frá fyrri tíð, sem hafa áritað eintök í Pálssafni, má nefna Skúla Magnússon landfógeta, sr. Þorstein Helgason í Reykholti og skáldin Grím Thomsen, Þorstein Erlingsson og Einar Benediktsson. Eintök með áritunum yngri höfunda eru óteljandi. Eg get ekki stillt mig um að nefna í lok þessarar upptalningar eintak einnar bókar tiltölulega ungrar, ekki vegna þess að það sé flestum öðrum merkara, heldur vegna þess hve ég undraðist, er ég sá það fyrst. Arið 1943 var prentuð í Reykjavík á forlagi Helgafells síðasta bók norska skáldsins og frelsishetjunnar Nordahls Grieg, Friheten. Þessi bók var prentuð í nokkrum afbrigðilegum gerðum. Ein þeirra var með sérstakri áprentun til Hákonar VII Noregs- konungs, einkaeintak konungs, gert að fyrirmælum skáldsins. Við mundum vænta þess, að slíkt eintak væri í konungshöllinni í Osló, og vafalaust er það þar. En það er líka í safni Páls Jónssonar hér í húsi, að vísu ekki sjálft eintak konungs, heldur annað gjörsamlega eins, sem bókbindari hafði á sínum tíma haft til taks, ef í raunir ræki og bandið á konungsgjöfinni mistækist. Ég nefni þetta aðeins sem eitt dæmi af mörgum um skemmtileg eintök í Pálssafni. Það má segja, að eintök, sem bera sérstakan svip og eiga óvenjulega sögu, hafi verið sérgrein og eftirlæti Páls Jónssonar. Hann var vissulega vandur að þeim bókum, sem hann gerði að íorunautum sínum. Oft vissi Páll meira um eintökin en þau bera sjálf með sér, og svo er einmitt um það eintak, sem ég nefndi hér síðast. Slíkum fróðleik hélt Páll til haga í sérstakri spjaldskrá, sem hann hafði gert um mikinn hluta safns síns og mun aðallega hafa unnið að á síðari árum. I skrána færði hann ýmislegt það, sem honum þótti sjálfum markvert um feril eintaka sinna og ástand, enn fremur hvar og hvenær hann hafði eignazt þau og jafnvel verð þeirra. Þessi skrá er afar skilmerkileg heimild um tilurð safnsins. Það er ekki auðvelt að gera grein fyrir því, hversu stórt bókasafn Páls Jónssonar er. Sjálfur taldi hann á síðari árum, að í því væru 5- 7000 bindi. Þetta er áreiðanlega hóflega áætlað, en slíkar tölur segja að vísu ekki mikið, því að bindi í safni er vandmetin stærð. En umfang Pálssafns er vissulega ekki það, sem gefur því mest gildi, þó að safnið sé ærið að vöxtum. Þess eru þó nokkur dæmi, að einstaklingar hafi á síðustu áratugum safnað álíka bókamagni eða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.