Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Side 22

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Side 22
22 JÓN ÞÓRARINSSON 1950. Á fyrri árum lék hann einnig á þessi hljóðfæri í veitingahús- um og á dansleikjum ef svo bar undir. Stundum stjórnaði hann hljómsveit á sýningum Leikfélags Reykjavíkur í Iðnó, og í þrjú ár var hann stjórnandi lúðrasveitar í Hafnarfirði. Frá 1939 til 1964 kenndi hann trompetleik og þó einkum tónfræði og hljómfræði í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Samhliða öllum þessum fjölþættu störfum stundaði Karl O. Runólfsson tónsmíðar af mikilli elju allt til efstu stundar og má, að minnsta kosti miðað við allar aðstæður, teljast mjög afkastamikill höfundur. Verður hér á eftir gerð nokkur grein fyrir tónsmíða- starfi hans, og þá einkum stuðst við handritasafn og önnur gögn úr eigu hans sem afhent hafa verið handritadeild Landsbókasafns til varðveislu. Landsbókavörður fól þeim sem þetta ritar að raða þessu efni og skrá það, og fer sú skrá hér á eftir. Ákvörðun Karls 1925 að helga sig alfarið tónlistarstörfum mun hafa kostað talsverða innri baráttu, enda var annars vegar um að ræða örugga og velmetna vinnu í prentiðninni, hins vegar full- komna óvissu varðandi atvinnu og lífsafkomu á tónlistarsviðinu meðan hér var varla til nokkurt launað tónlistarstarf nema helst á dansstöðum og í veitingahúsum. Sú atvinna var stopul og naut ekki mikillar virðingar. En tónlistin sótti fast á og þörfin fyrir að tjá sig í tónum var rík. Fullyrt er að Karl hafi eyðilagt eitthvað af fyrstu tónsmíðahandritum sínum á meðan hann átti í þessari baráttu, og elstu verk hans sem varðveist hafa svo að kunnugt sé eru samin eftir að hann haíði náð þrítugsaldri. Meðal elstu verkanna eru nokkur dans- eða dægurlög, sem vafalaust urðu til í beinum tengslum við störf hans á dansstöðum og veitingahúsum. Á árunum 1932—37 komu út a. m. k. 7 valsar og tangóar eftir Karl, fjölritaðir af Finnboga Jónssyni á Akureyri og voru sum lögin gefin út oftar en einu sinni, enda mjög vinsæl. Enda þótt hand- bragð á þessum tónsmíðum sé vandað og fagmannlegt virðist Karl ekki hafa kært sig um að halda þeim sérstaklega til haga, og í handritunum og öðrum nótum Karls sem hér hefur verið fjallað um er ekkert af þessum verkum. En drög að sumum þeirra má finna í rissbókum tónskáldsins og nokkur eru til fjölrituð í Landsbókasafni. Skrá um prentuð (og Ijölrituð) verk hans fylgir tónverkaskránni hér á eftir. Karl var einn fárra íslenskra tónskálda sem hefur gefið verkum sínum ópus-tölur að erlendri fyrirmynd. Ekki fengu þó danslögin ópus-tölur, og fyrstu verk Karls sem birtust á prenti og teljast op. 1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.