Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Blaðsíða 51

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Blaðsíða 51
BROT ÚR BARNAPRÉDIKUNUM 51 tannhljóðasamböndum, en aldrei í hástigs- eða miðmyndarend- ingum. Meðal þess sem einkennir skriftina er að stafirnir eru afturhallir, yfir œ er oftast settur depill og yfir o oft lykkja, nær alltaf í sambandinu vo (uo) (fyrir eldra ’vá’) og oft endranær þegar stafurinn stendur fyrir V eða ’ó’, en síður þegar hann stendur fyrir ’ö’, sem reyndar er iðuglega skrifað au.31 Til samanburðar við skriftina á prédikanabrotinu XV hefur verið farið yfir fornbréfí AM Dipl. Isl. Fasc. XLIX- LIX (bæði þau sem vóru afhent Þjóðskjalasafni Islands 1928 og þau sem eru enn í safni Arna Magnússonar), en í þessum öskjum er þorri þeirra íslenskra bréfa sem eru varðveitt frá tímabilinu 1537-1600. Meðal þessara bréfa er aðeins eitt, LVI 25, skrifað 1569,32 sem gæti verið með sömu hendi og brotið XV, og raunar eru skriftarlíkindin svo náin að varla getur farið á milli mála að sami maður hafi haldið á penna; skriftin er afturhöll, og hver lítill stafur er að heita má eins dreginn. Bréfið LVI 25 hefur áður komið við íslenska handritasögu, því að Heiko Uecker hefur talið að það væri með sömu hendi og meginhluti íslenska textans í svonefndum Vínarsaltara, Cod. Vind. 2713 - þar sem íslenskar þýðingar (’týperingar’) hafa verið skrifaðar ofan við latneskan saltaratexta frá 13. öld - og jafnframt með sömu hendi og AM 667 VI 4to, brotið úr Jesú Síraksbók sem var nefnt hér að framan í nmgr. 24. Uecker hefur ekki fremur en ég fundið íleiri bréf með sömu hendi.33 Westergárd-Nielsen haíði lýst stafsetningu brotsins VI í bók sinni,34 og Uecker hefur lýst stafsetningu saltaraþýðingarinnar rækilega með samanburði við brotið VI og bréfið LVI 25;35 sá samanburður leiðir í ljós nauðalíkar ritvenjur. Eftir að hafa borið skrift þessara fjegra rita saman, er ég sannfærður um að þau séu öll með einni hendi, en jafnframt verður ofurlítils munar vart, og á grundvelli hans er reynandi að skipa þeim í tímaröð. 31 Þessum deplum og lykkjum er sleppt hér í prentun textans og dæma úr honum, enda er skriftin sumstaðar svo dauf að ekki verður úr því skorið hvort þessi merki eru yfir stöfunum eða ekki. 32 íslenzktfombréfasafn XV (Rv. 1947-50), nr. 222. 33 Der Wiener Psalter. Cod. Vind. 2713, útg. Heiko Uecker (Editiones Arnamagnæanæ B 27, Kh. 1980), xl og lviii. Sbr. ljósprent úr saltaranum og brotinu VI og af bréfinu í bókarlok. 34 To bibelske visdomsbeger (sjá nmgr. 24), 104. Sbr. einnig ljósprent af VI í bókarlok, planche 28-31. 35 Der Wiener Psalter (sjá nmgr. 33), xl-lviii.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.