Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Blaðsíða 96

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Blaðsíða 96
96 ÓLAFUR PÁLMASON an Snorra Hjartarsonar skálds og þáverandi borgarbókavarðar og hafði bókavarðarstarfið með höndum í 27 ár, unz hann lét af því fyrir aldurs sakir 1980. í Borgarbókasafni var Páll lengst af sal- vörður á lestrarsal, þar sem hann naut sín einkar vel sakir mikillar þekkingar á bókum, áskapaðrar hjálpfýsi og fágaðs viðmóts. Eftir 1980 gegndi Páll ekki föstu starfi, en vann þó um tíma hjá Orlygi Hálfdanarsyni við bókaforlag hans. A síðari árum hafði Páll Jónsson aflað sér svo staðgóðrar jrekkingar á íslenzkri bókfræði og þjálfað svo skyn sitt á vcrðlag bóka, að hann þótti allra rnanna bezt til þess fallinn að fást við matsgerðir, þar scm söfn voru annars vegar og meta þurfti bækur til sannvirðis. Eg hygg, að þó nokkuð af tíma hans hafi farið til slíks síðari árin, eftir að hann lét af bókavarðarstarfi. Þótt Páll væri mörgum Reykvíkingum og einkum gestum Borg- arbókasafns kunnur af störfum sínum þar, má þó fullyrða, að hann hafi öðru fremur verið þekktur af hjáverkum sínum, en þau voru af þrennum toga, ljósmyndun, störf að ferðamálum og bókasöfnun. Ljósmyndun hóf Páll, þegar hann var setztur að í Reykjavík við verzlunarstörf. Hann náði brátt slíkum tökum á þcirri list, að athygli vakti, og sægur mynda eftir hann hefur birzt í bókum og tímaritum. Ljósmyndun tengdist líka áhuga Páls á ferðalögum, og studdi þar hvað annað. Ferðalög og útivera var meðal kærustu hugðarefna hans. Sumarið 1936 ferðaðist Páll um Mið-Evrópu, Þýzkaland og Sviss, þar sem liann fór um á reiðhjóli sínu, kynntist farfuglaheimilum og gisti á þeim. Tveimur árum síðar gerðist hann einn af stofnendum farfuglahreyfingarinnar á Islandi og sat í fyrstu stjórn Bandalags íslenzkra farfugla. Síðar starfaði hann einkum fyrir Ferðafélag Islands, átti sæti í stjórn þess í 31 ár, 1947-78, og var ein af máttarstoðum félagsins, enda grunar mig, að þar hafi hann bundizt tryggðaböndum við marga nánustu vini sína. Sérstakur þáttur í þessu starfi var lramlag hans til Árbókar Ferðafélagsins. Til hennar lagði hann í áratugi ríkulegt mynda- efni, og ritstjóri Árbókarinnar var hann um fimmtán ára skeið, 1968-82. Ég efast um, að á þeim árum hafi annað tímarit íslenzkt verið öllu útbreiddara. Árið 1980 var Páll Jónsson kjörinn heiðurs- félagi Ferðafélags Islands. Það er vant að segja, hvert af áhugamál- um Páls var honum kærast. En þegar hann kaus myndefni á bókmerki sitt, sem blasir við augum hvert sinn er við opnum bók í safni lians, þá valdi hann lítið ferðamanns tjald við bjartan læk og borgfirzka jöklasýn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.