Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Blaðsíða 49

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Blaðsíða 49
BROT ÚR BARNAPRÉDIKUNUM 49 eða notuð við útgáfur þegar skráin kom út. Úr þessu hefur að nokkru ræst á síðustu áratugum,24 en þó bíða sum brotanna enn útgáfu og umQöllunar.25 AM 667 XV 4to er tvö samfost skinnblöð, og eru mestu mál þeirra 18,1 x 13,1 sm. Blöðin eru með samfelldum texta, þannig að þau hafa í öndverðu verið innsta tvinn í kveri. Skinnið er upp- skafningur, og hafa verið smágöt á því þegar á það var skrifað í seinna skiptið; leifar af eldri skrift eru mestar á lv, einkum aftast í línunum 8-19, og á 2r, einkum fremst í línunum 13-18. Líklega hefur þessi eldri texti verið á latínu, en engin leið er að komast að efni hans. Nýja skriftin er smá og 27-30 línur á hverri blaðsíðu. Skinnið er dökkt og skriftin sumstaðar máð, en hún kemur víðast skýrt fram á myndum teknum í útfjólubláu ljósi. „Prédikan — angár hviledagens helligholdelse“, segir um efni brotsins XV í skrá Kálunds, og ljóst er að prédikunin fjallar um 3. boðorðið og að henni er beint til barna, því að ’barnakorn’ eru ávörpuð nokkrum sinnum í textanum. Það var því freistandi að ætla að hér væru komnar leifar af þýðingu Odds Gottskálkssonar á Fræðaprédikununum, og sú hugmynd fékk stuðning við laus- legan samanburð á orðfæri textans við Nýja testamentis þýðingu Odds.26 M.a. kom í Ijós að drjúgan hluta hinna sjaldgæfari orða var að finna í orðasafninu í bók Jóns Helgasonar um málið á þeirri þýðingu,27 þar á meðal ’barnakorn’, og um mörg þeirra orða sem ekki eru í orðasafni Jóns vóru dæmi úr Nýja testamenti Odds í seðiasafni Orðabókar Háskólans.28 Fyrir atbeina Finnboga Guðmundssonar landsbókavarðar var aílað mjófilmu af þeirri latínuþýðingu Fræðaprédikananna sem Justus Jonas birti 1539 og Oddur íslenskaði samkvæmt texta titilblaðsins í bókaskrá Harboes, og að henni fenginni var það staðfest að brotið XV hafði að geyma leifar af þýðingu þeirrar 24 T.d. er efni brotsins VI aðeins skilgreint sem „Biblíusaga" í skrá Kálunds, en það er úr þýðingum á Jesú Síraks bók, sbr. Chr. Westergárd-Nielsen, To bibelske visdomsbeger og deres islandske overlevering (Bibliotheca Arnamagnæana XVI, Kh. 1957), 103-06. 25 Þetta á m.a. við um brotin XVI og XVII, en efni þeirra er- eins og brotsins XV sem hér verður fjallað um - skilgreint sem „Prédikan" í skrá Kálunds. 26 Petta er hid nya Testament/ Jesu Christi eiginlig ord og Euangelia ... (Hróarskeldu 1540). - Ljósprent: Hib nya testament 1540 (Monumenta Typographica Islandica I. Kh. 1933). - Útgáfa með nútímastafsetningu: Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar, útg. Sigurbjörn Einarsson, Guðrún Kvaran, Gunnlaugur Ingólfsson ogjón Aðalsteinn Jónsson (Rv. 1988). 27 Málið á Nýia testamenti Odds Gottskálkssonar (Safn Fræðafjelagsins um ísland og íslend- inga VII, Kh. 1929). 28 Ég þakka Guðrúnu Kvaran orðabókarritstjóra fyrir könnun á þessu efni, sem var gerð áður en Nýja testamenti Odds var slegið inn á tölvu vegna útgáfunnar 1988. Frekari orðaleit í tölvu hefur ekki farið fram. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.