Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Blaðsíða 14
14
LÚÐVÍK KRISTJÁNSSON
hann byrjaði hana var hann stöðugt í skuld við kaupmann sinn í
Reykjavík, og nam hun 30 - 40 rd. árlega. En hann hafði aftur á
móti ætíð um áramót verið með inneign, meðan hann reri fyrir
hlut og fór í kaupavinnu. Sigurður hættir útgerð sinni um svipað
leyti og hann flytur frá Háteig og rær eftir það fyrir hlut.
Greinilegt er af Minnisblöðum hans, að hann lætur sér mjög
annt um þrif og viðhald á bátum sínum. Arlega eru þeir skafnir
utan sem innan og að því búnu tjargaðir. Seglin saumar hann, snýr
stjórafærin og dragar skip sitt. Yfirleitt gerði hann útgerð sinni svo
til góða, að ekki var um að kenna vanhirðu, að hún bar sig ekki.
Meðan hann var með útgerðina, urðu hlutir hans mestir 3104
fiskar, 10 skötur, 26 limir heilagfiski og 890 háfar. Það ár vantaði
röska 10 dali upp á, að skipið hans aílaði fyrir kostnaði.
Samtímis og Sigurður flutti í Háteig gerðist hann útvegsbóndi,
en eftirgjald býlisins var 120 saltíiskar. Ahöfn hans var ætíð lítil, en
honum gagnaðist eigi að síður vel að jörðinni. Hann haíði ekki
lengi verið þar, þegar hann tók til við að ræsa fram Háteigsmýrina
með skurðum og gerðist í þeim efnum frumkvöðull þar um slóðir.
Hann varð fyrstur manna til þess að hefja kartöflurækt á Skipa-
skaga. Tveir voru kálgarðar lians og í þeim einnig rófur og kál.
Þegar Jarðræktarfélag var stofnað á Akranesi 1847, varð Sigurður
þar mjög virkur og hafði árlega með höndum fræsölu. Aður en
félagið var stofnað, hafði Sigurður ræktað kartöflur í þrjú ár, eða
fyrst 1844. Mótekja var heima við í Háteigi og oftast um 140
hestburðir á ári.
í Minnisblöðunum er margvísleg vitneskja. Þar er þess t.d. getið,
að líkmannskaup sé fimm fiskar. En það gat orðið höfðinglegra,
og segir Sigurður frá jarðarfor, þar sem öllum líkmönnunum voru
goldnir 18 ríkisdalir, eða hverjum þrír dalir. Líkkistusmíð kostaði
9 rd. og gjald til prests og kirkju vegna jarðarfarar átta ríkisdalir.
Hjónavígsla var greidd með 36 fiskum eða þrem rd. — A heima-
slóðum kom Sigurður Lynge víða við í þjóðlífinu, og geyma
Minnisblöð hans og smáskrif óræk vitni um það, eins og nú skal
rakið.
IV
Fyrr var að því vikið, að Sigurður hefði notið góðrar fræðslu á
æskuheimili sínu, og varð honum drjúgt liald að því síðar. Hann
byrjaði barnakennslu 1840 og stundaði hana lengst ævinnar eftir
það. Nemendurnir komu til hans um veturnætur og voru hjá