Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Blaðsíða 14

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Blaðsíða 14
14 LÚÐVÍK KRISTJÁNSSON hann byrjaði hana var hann stöðugt í skuld við kaupmann sinn í Reykjavík, og nam hun 30 - 40 rd. árlega. En hann hafði aftur á móti ætíð um áramót verið með inneign, meðan hann reri fyrir hlut og fór í kaupavinnu. Sigurður hættir útgerð sinni um svipað leyti og hann flytur frá Háteig og rær eftir það fyrir hlut. Greinilegt er af Minnisblöðum hans, að hann lætur sér mjög annt um þrif og viðhald á bátum sínum. Arlega eru þeir skafnir utan sem innan og að því búnu tjargaðir. Seglin saumar hann, snýr stjórafærin og dragar skip sitt. Yfirleitt gerði hann útgerð sinni svo til góða, að ekki var um að kenna vanhirðu, að hún bar sig ekki. Meðan hann var með útgerðina, urðu hlutir hans mestir 3104 fiskar, 10 skötur, 26 limir heilagfiski og 890 háfar. Það ár vantaði röska 10 dali upp á, að skipið hans aílaði fyrir kostnaði. Samtímis og Sigurður flutti í Háteig gerðist hann útvegsbóndi, en eftirgjald býlisins var 120 saltíiskar. Ahöfn hans var ætíð lítil, en honum gagnaðist eigi að síður vel að jörðinni. Hann haíði ekki lengi verið þar, þegar hann tók til við að ræsa fram Háteigsmýrina með skurðum og gerðist í þeim efnum frumkvöðull þar um slóðir. Hann varð fyrstur manna til þess að hefja kartöflurækt á Skipa- skaga. Tveir voru kálgarðar lians og í þeim einnig rófur og kál. Þegar Jarðræktarfélag var stofnað á Akranesi 1847, varð Sigurður þar mjög virkur og hafði árlega með höndum fræsölu. Aður en félagið var stofnað, hafði Sigurður ræktað kartöflur í þrjú ár, eða fyrst 1844. Mótekja var heima við í Háteigi og oftast um 140 hestburðir á ári. í Minnisblöðunum er margvísleg vitneskja. Þar er þess t.d. getið, að líkmannskaup sé fimm fiskar. En það gat orðið höfðinglegra, og segir Sigurður frá jarðarfor, þar sem öllum líkmönnunum voru goldnir 18 ríkisdalir, eða hverjum þrír dalir. Líkkistusmíð kostaði 9 rd. og gjald til prests og kirkju vegna jarðarfarar átta ríkisdalir. Hjónavígsla var greidd með 36 fiskum eða þrem rd. — A heima- slóðum kom Sigurður Lynge víða við í þjóðlífinu, og geyma Minnisblöð hans og smáskrif óræk vitni um það, eins og nú skal rakið. IV Fyrr var að því vikið, að Sigurður hefði notið góðrar fræðslu á æskuheimili sínu, og varð honum drjúgt liald að því síðar. Hann byrjaði barnakennslu 1840 og stundaði hana lengst ævinnar eftir það. Nemendurnir komu til hans um veturnætur og voru hjá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.