Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Qupperneq 95

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Qupperneq 95
PÁLL JÓNSSON OG BÓKASAFN HANS 95 Úr þeim hópi manna, sem gekk ötulast fram í bókasöfnun um miðja þessa öld, eru nú sumir fallnir frá, en aðrir komnir á heiðursaldur. Fáein meiri háttar einkasöfn hafa á síðari árum sundrazt og dreifzt, en öllu íleiri hafa þó fallið til opinberra stofnana. Þar má nefna meðal annarra Háskóla Islands, Þjóðkirkj- una, Davíðshús á Akureyri (en bókasafn þess er í umsjá Amtsbóka- safns), Stofnun Árna Magnússonar og Bæjar- og héraðsbókasafn- ið á Selfossi. Ef gerð yrði um næstu aldamót úttekt á íslenzkri bókaeign opinberra safna hér á landi með sérstöku tilliti til varðveizlu, dregið fram bezta eintak hverrar íslenzkrar bókar eða fáein beztu eintök hennar, sem finnast í þessum söfnum, þá er það grunur minn, að sá hlutur, sem kominn væri úr einkasöfnum síðustu hálfrar aldar, yrði ótrúlega mikill. Gildi þessara einkasafna og þess starfs, sem til þeirra hefur verið varið, verður því seint fullmetið. Eg nefni þetta til að minna á, hver viðburður það er, þegar bókasafni Páls Jónssonar, sem er meðal hinna allra vönduðustu og fallegustu einkabókasafna íslenzkra á síðari árum, hefur nú verið komið varanlega fyrir í Héraðsbókasafni Borgarfjarðar — og það á svo veglegan hátt sem við megum brátt sjá. Það er mikil ástæða til að óska forráðamönnum Héraðsbókasafnsins og Borgfirðingum til hamingju með þetta einstæða safn og hversu vel allur umbúnað- ur þess hefur tekizt. Megi allir verða samtaka um að varðveita það sem bezt. Páll Jónsson var Borgfirðingur, fæddur að Lundum í Staf- holtstungum 20. júní 1909 og hefði því orðið áttræður nú að tveimur dögum liðnum. Forcldrar hans voru Ingigerður Krist- jánsdóttir og Jón Gunnarsson, er voru þá í húsmennsku að Lundum, en Páll ólst upp með fósturforeldrum vandalausum, Guðmanni Geirssyni og Gróu Gísladóttur, lengst af í Örnólfsdal í Þverárhlíð. Á átjánda ári fluttist Páll til Reykjavíkur og stundaði í fyrstu verzlunarstörf, um tíma með Sæmundi bróður sínum. Þeir bræður eru mér í barnsminni, þar sem þeir störfuðu í verzlun sinni, Þórsmörk við Laufásveg, skammt frá bernskuheimili mínu. Þar sá ég þá fyrst. Þetta var ekki stór verzlun, en ber í minni mínu svip mikillar reglu og greiðvikni. Árið 1941 brá Páll á nýtt ráð. Hann réðst sem auglýsingastjóri að dagblaðinu Vísi og gegndi því starfi nokkuð á þrettánda ár. Það var svo árið 1953, að hann hóf það starf, er hann verður löngum við kenndur, sem bókavörður við Borgarbókasafn Reykjavíkur. Hann réðst til safnsins að tilhlut-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.