Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1935, Page 4

Skinfaxi - 01.12.1935, Page 4
84 SKINFAXI Þrastaskógur. (Höfundur greinar þessarar er 14 ára gamall piltur af Eyrarbakka. Hann hefir verið aðstoðardrengur minn í Þrastaskógi nokkur undanfarin sumur. En síðastl. sumar var hann aðalskógarvörður og hafði 13 ára dreng til aðstoðar. — Sambandsstjórn U.M.F.Í. mun athuga möguleika á að fram- kvæma tillögu þá, sem hinn ungi skógarvörður ber fram í lok greinarinnar. — Ritstj.). Mesta og bezta gjöf, sem U.M.F.Í. liefir verið gefin, er Þrastaskógur. Gefandinn var Tryggvi Gunnarsson, eins og flestallir ungmennafélagar vita. Hann gaf U.M.F.Í. skóginn 18. október 1911, á 7(5 ára afmæli sínu, en nú síðasliðinn 18. október var aldarafmæli hans. Nú ælla eg að lýsa Þraslaskógi dálitið og því, livern- ig lionum hefir farið fram nú sex siðustu árin, sem eg hefi verið þar. Mörg tré hafa allt að því stækk- að um helming og trjánum liefir fjölgað afarmikið. Nýgræðingur er þar mjög blómlegur og fjölskrúð- ugur. Og ]iar eru flestar blómategundir, sem vaxa i samskonar jarðvegi á Suðurlandi. Mikill er mun- urinn á skóginum fyrir ulan og fyrir innan girðing- una. Þrastaskógur er hæði þéttari og stærri og allur gróður þar svo margfalt meiri og fjölskrúðugri. Þrastaskógur er á tanga, sem gengur úl i Álftavatn, og girðir vatnið og Sogið hann á þrjá vegu, en á einn veg er liann girtur með gaddavírs- og vírnetsgirð- ingu, og á þeirri girðingu er vandað hlið skammt frá Sogsbrúnni, fallegir, steyptir steinstólpar og járngrind. — í Þrastaskógi eru tvær reyniviðarhríslur. Þær eru ekki afskaplega liáar, en mjög fallegar. Önnur þeirra, sú stærri, er þrír stofnar og margar greinar út frá þeim og mjög jafnháar. Og ef maður stendur undir

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.