Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1935, Síða 13

Skinfaxi - 01.12.1935, Síða 13
SKINFAXI 93 cins og nú gerist niikil bókmenntatízka. I íslendinga- sögum er heiörikja og hreinviðri; þvi er það hug- arhressing og göfgun, að eiga samneyti við þá menn og konur, sem þar klæðast holdi og hlóði fyrir sjón- um lesandans. Listgildi og lifsgildi iialdast þar löng- um dyggilcga í hendur. Of mikil áherzla verður eigi heldur lögð á það, að í fornsögurnar hefir þjóð vor sótt næring og þrótt til framsóknar á liðnum öldum; þær hafa einnig verið öðrum þjóðum nægtahrunnur. í því tilliti nægir að minna á, hver orkulind forn- sögurnar íslenzku reyiulust frændum vorum, Norð- mönnum, í sjálfstæðisharáttu þeirra á öldinni, sem leið. Og vel megum vér þá Islendingar hafa það hug- fast, að gnægð lífsvatns er enn að finna í brunnin- um þeim. Prófessor Halvdan Kolit, einhver allra fremsti sagnfræðingur Norðmanna, núlifandi, bendir réttilega á það í upphafi hinnar eftirtektarverðu hók- ar sinnar um fornsögur vorar (The Old Norse Sagas, 1931), að fæst rit miðaldanna séu við skap nútíðar- Jesenda; jafn réttilega hætir hann því við, að það sé einmitt hið furðulega um fornsögurnar íslenzku, að þær séu enn í dag lifandi bókmenntir, og finni því frjósaman jarðveg hjá lesöndum vorrar tíðar engu síður en fyrr á öldum. Sjálfur hefi ég reynt, að þetla er ekki talað út i bláinn; ég liefi farið yfir Njáls sögu, í enskri þýðingu, með nemöndum, sem ekki voru af íslenzkum uppruna, né heldur af nor- rænum ættstofni, og séð þá hrífast af mikilleik at- hurðanna og snilldinni á frásögninni. Má þá ætla, að þeir, sem af islenzku hergi eru hrotnir, finni í þeim ritum eitthvað vert aðdáunar, sé hugur þeirra lað- aður að snilldarverkum fornrita vorra. Ekki er minni andleg nautn að því, að setjast við fætur skálds Eddu-kvæðanna og nema af þeim ljóð- speki og lífsspeki. Litauðugar og stórfelldar eru þær myndir, sem hrugðið er upp í „Völuspá“, af upp-

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.